is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21593

Titill: 
  • Hraðhlið. Ný nálgun á hönnun og virkni aksturshliða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hraðhlið eru aksturshlið sem notuð eru til að loka afgirtum svæðum Hliðin eru uppsett af tveimur einingum sem standa á móti hvor annarri. Hver eining samanstendur af tveimur grindum sem falla að hvor annari við opnun, með þessu móti er hægt að opna á fjórum til átta sekúndum. Hliðin sem eru í notkun nú til dags eru drifin af mótor og gír, en vegna umfangs og staðsetnigar á þessum drifbúnaði er viðhald hliðanna erfitt. Verkefnið gekk út á að hanna hlið í samstarfi við Vélver ehf með því að nota rafmagnstjakka til að leysa af hólmi þennan drifbúnað og einnig útfæra stýringu fyrir tjakkinn og hliðið í heild. Rafmagnstjakkarnir koma í mismunandi stærðum og eru miskraftmiklir, tjakkurinn fyrir þetta hliðið er með 5kN kraft og færsluhraða upp á 23 mm/s. Til að gera færslu hliðsins sem léttasta fyrir þennan hraða eru allir hreyfanlegir hlutir útfærðir með kúlulegum, hliðið sjálft er úr heitgalvanhúðuðum stálprófílum til að standast íslenskar aðstæðu og séð er til þess að burður í járnavirki sé nægur. Stýringar fyrir hliðið eru í gegn um iðntölvu, tölvan er staðsett í annari hliðeiningunni en stjórnar tjökkum og skynjurum fyrir báðar einingarnar. Út frá þessari hönnun er grundvöllur fyrir því að smíða prufugerð af hliði sem drifið er með tjökkum.

Samþykkt: 
  • 21.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21593


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hraðhlið ný nálgun.pdf4,83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna