en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/216

Title: 
  • is Myndsköpun og frásagnir barna
Abstract: 
  • is

    Í þessari ritgerð er fjallað um barnateikningar og tjáningarferli sem börn á leikskólaaldri sýna í teikningum sínum og frásögnum. Fjallað er um kenningar nokkurra fræðimanna sem rannsakað hafa teikningar, myndsköpun og tjáningarform barna. Myndir barnanna og þeirra frásagnir voru greindar eftir kenningum og hugmyndafræðum John Dewey, Lowenfeld og Brittain, Rhoda Kellogg, Fjölgreindarkenningu Howard Gardner og hugmyndafræði Reggio Emilia. Tjáning barnsins er stór þáttur í leikskólastarfi og er skoðað hvernig hún endurspeglast í gegnum teikningar og mál barnanna. Athuganir voru gerðar á sex börnum í leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Viðtal var tekið við deildarstjórann á deild barnanna til að fá sýn hans á teikningar barna og hvernig unnið er með þær í leikskólanum. Niðurstöður í þessari athugun eru í flestum tilfellum að börnin teiknuðu reynslu sína og það sem stóð þeim næst. Þau höfðu einnig þörf fyrir að deila reynslu sinni og því eru myndir og frásagnir góður vettvangur til að koma reynslu og þekkingu barnanna á framfæri. Þessvegna finnst okkur mikilvægt að ýta undir þennan námsþátt í leikskólanum.

Accepted: 
  • Jun 19, 2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/216


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Myndsk - heild.pdf2.47 MBLockedHeildPDF