is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21600

Titill: 
 • Samskipti milli heilbrigðisstarfsfólks og sjúklinga af erlendum uppruna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Á síðustu árum hefur innflytjendum fjölgað hratt á Íslandi. Fjölgun þeirra gerir Ísland ekki lengur að einsleitu samfélagi, heldur fjölmenningarsamfélagi. Þessi breyting gerir ákveðnar kröfur til heilbrigðisþjónustunnar. Tilgangur verkefnisins er: (1) Skoða hvaða þætti þarf að hafa í huga í samskiptum heilbrigðisstarfsfólks við sjúklinga sem eru af erlendu bergi brotnir. (2) Kanna hvernig þessum samskiptum er háttað á íslenskum heilbrigðisstofnunum. Notaðar voru tvenns konar aðferðir. Fyrri aðferðin fól í sér að leita lesefnis til að kanna hvaða þætti heilbrigðisstarfsfólk þarf að hafa í huga í samskiptum við sjúklinga af erlendum uppruna. Seinni aðferðin fól í sér gæðaúttekt. Tekin voru stöðluð viðtöl við átta hjúkrunarstjórnendur með því markmiði að kanna hvernig þessum samskiptum er háttað á þeim stofnunum sem þeir starfa á.
  Helstu atriðin sem heilbrigðisstarfsfólk þarf að hafa í huga í samskiptum við sjúklinga af erlendum uppruna eru: Í fyrsta lagi að meta íslenskukunnáttu einstaklingsins; í öðru lagi að nota faglærðan túlk þegar þörf krefur; og í þriðja lagi að hafa í huga að menning hefur áhrif á heilsufar, viðhorf, hegðun og tjáskipti einstaklings. Því er nauðsynlegt að heilbrigðisstarfsmenn séu vakandi fyrir menningarmun. Það kom fram í könnuninni að hjúkrunarstjórnendur töldu samskipti við sjúklinga af erlendum uppruna yfirleitt ganga ágætlega, en stundum voru aðstæður ekki eins og þær ættu að vera sökum hindrana í samskiptum og vankunnáttu í menningarhæfni.
  Tungumálaerfiðleikar og menningamunur einkenna samskipti heilbrigðistarfsólks við sjúklinga af erlendum uppruna. Til þess að samskipti heilbrigðisstarfsmanna við sjúklingana verði árangursrík þarf að meta tungumála kunnáttu sjúklingsins, nota markvisst túlkaþjónustu og ekki hvað síst þarf heilbrigisstarfsfólk að öðlast þjálfun í menningarhæfni.

  Lykilorð: Innflytjandi, heilbrigðisþjónusta, túlkaþjónusta og menningarhæfni.

 • Útdráttur er á ensku

  In the last two decades, the immigrant population has increased significantly. Due to this change, Iceland is no longer a homogeneous society rather a diverse one which demands certain changes in regards to healthcare services. Objectives: (1) Research factors that affect communication and interactions between healthcare professionals and immigrant patients; (2) Investigate how communication and interactions between these two groups take place within the Icelandic healthcare system. Two types of research methods were used in this study. First, a literature search was conducted in order to determine factors that affect communication and interactions between healthcare professionals and immigrant patients. Second, a quality audit using structured self-report methods was used. Eight nurse managers were interviewed to obtain information about communication and interactions between the two groups within their respective departments.
  According to the literature search, the main points that healthcare professionals should have in mind when providing care for immigrant patients that speak little or no Icelandic are: (1) the importance of evaluating the patient’s ability to speak Icelandic as well as his health literacy; (2) the use of a certified interpreter when necessary; and (3) the awareness that culture has an effect on the health of an individual as well as his beliefs, behaviors and how he/she expresses him/herself. According to the data obtained from the interviews, the provision of healthcare services to immigrant patients in Iceland is generally carried out without any problems; however, in some instances difficulties in communication and lack of cultural competence created challenges for both parties.
  Communication between healthcare professionals and immigrant patients are characterized by language difficulties and cultural differences. In order to encourage successful interactions with immigrant patients, it is imperative that healthcare professionals assess language proficiency of the patient, utilize interpretation services, and receive training in cultural competence.
  Key words: immigrant, healthcare services, interpreter services, cultural competence

Samþykkt: 
 • 21.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21600


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samskipti_1505.pdf917.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna