en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/21601

Title: 
  • Title is in Icelandic Félagsauður á vinnustöðum. Athugun á próffræðilegum eiginleikum mælikvarða á félagsauði innan vinnustaða
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Rannsóknir hafa sýnt fram á að þar sem félagsauður (social capital) er meiri á vinnustöðum er líðan starfsmanna betri og starfsmenn afkastameiri. Fjölmörg tækifæri felast í félagsauði og verður sá auður að teljast mikilvægur þar sem hann nær yfir þann styrk sem býr í félagslegum tengslum. Ávinningurinn sem fólginn er í félagsauði fyrir einstaklinga og vinnustaði byggir á trausti, samheldni, samvinnu, skyldum og væntingum. Félagsauður er því gagnlegt hugtak og þarf að vera til gott mælitæki sem metur styrk hans innan vinnustaða og skoðar tengsl við þýðingamiklar breytur í vinnutengdu samhengi. Þó hefur slíkt staðlað mælitæki ekki verið til hér á landi. Markmið rannsóknarinnar var að semja og prófa nýtt mælitæki, Félagsauðskvarðann, sem þróað var út frá kenningum og rannsóknum á félagsauði og er ætlað að skoða hann í vinnutengdu samhengi. Próffræðilegir eiginleikar voru athugaðir með því að meta áreiðanleika, þáttauppbyggingu og forspárréttmæti kvarðans. Þátttakendur voru 190 starfsmenn af 21 starfsstöð innan opinbers fyrirtækis sem valdir voru til þátttöku af hentugleika. Til þess að prófa forspárréttmæti mælitækisins svöruðu þátttakendur jafnframt spurningum um starfsánægju. Lagt var upp með fimm þætti. Niðurstaða leitandi þáttagreiningar sýndi að þriggja þátta lausn lýsti atriðasafninu best. Áreiðanleiki undirþátta Félagsauðskvarðans var ásættanlegur fyrir tvo þætti af þremur og forspárréttmæti var viðunandi. Niðurstöðurnar sýndu fram á jákvæð tengsl félagsauðs við starfsánægju.

Accepted: 
  • May 22, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21601


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Social_capital.pdf453.96 kBOpenHeildartextiPDFView/Open