is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21611

Titill: 
 • Tengslamyndun: Unglingsmæður og börn þeirra
 • Titill er á ensku Attachment: Adolescent Mothers and their Children
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Tengslamyndun barns við umönnunaraðila er mikilvægur þáttur hvað varðar velferð barnsins. Unglingsmæður eru, af margvíslegum ástæðum, í aukinni hættu að mynda óörugg tengsl við börn sín. Óörugg tengslamyndun getur haft skaðleg langtímaáhrif á börn.
  Tilgangur: Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að varpa ljósi á það hvernig unglingsmæður tengjast börnum sínum, hvers konar úrræði standa þeim til boða og hvaða úrræði unglingsmæður hafa í íslensku samfélagi.
  Aðferð: Gerð var heimildaleit í gagnabönkunum Google Scholar, PubMed og Medline út frá ákveðnum lykilorðum. Gagnaleit miðaðist við aldurshópinn 15-19 ára og að heimildir væru aðallega frá tímabilinu 2005-2015. Aflað var tölulegra gagna úr erlendum og íslenskum gagnasöfnum.
  Niðurstöður: Tengslamyndun unglingsmæðra við börn sín er í mörgum tilfellum óörugg. Þær eiga erfiðara en eldri mæður með að aðlagast móðurhlutverkinu vegna vitsmuna-, félagslegs- og tilfinningaþroska sem ekki er enn fullmótaður. Viðeigandi stuðningsúrræði eru því nauðsynleg til að ýta undir örugg tengsl milli unglingsmæðra og barna þeirra. Stuðningurinn kemur oftast frá fjölskyldu unglingsmóðurinnar og þeim sem standa henni næst, en samfélagsleg stuðningsúrræði eru einnig mikilvæg. Erlendis hafa samfélagsleg úrræði verið mikið rannsökuð og niðurstöður sýna fram á að unglingavæn heilsugæsla, sérhannaðar deildir innan skólakerfisins fyrir unglingsmæður og jafningjastuðningur eru úrræði sem hafa reynst árangursrík. Samfélagsleg úrræði á Íslandi eru hins vegar fæst sérhönnuð fyrir unglingsmæður.
  Ályktanir: Þörf er á frekari rannsóknum um stuðningsþarfir unglingsmæðra og vitundarvakningu í samfélaginu um mikilvægi tengslamyndunar barns við umönnunaraðila. Sérhönnuð samfélagsleg stuðningsúrræði hafa gagnast vel erlendis og gætu komið að góðum notum fyrir íslenskar unglingsmæður. Staða unglingsmæðra í samfélaginu er viðkvæm og einstaklingar sem starfa náið með unglingsmæðrum, sérstaklega heilbrigðisstarfsfólk, þurfa sérhæfða þjálfun í umönnun unglingsmæðra til að geta hugað vel að líðan þeirra og velferð.
  Lykilorð: Unglingsmóðir, þroski, tengslamyndun, stuðningur, samfélagsleg úrræði

 • Útdráttur er á ensku

  Background: Attachment is an important factor for the welfare of a child. For various reasons, adolescent mothers are at an increased risk for developing insecure attachment to their children. Insecure attachment can have adverse long-term consequences on children.
  Objective: The purpose of this literature overview was to show how adolescent mothers attach to their children, what kind of support there is available for adolescent mothers and what types of support are available for adolescent mothers in Iceland.
  Method: The method that was used to make this literature review was to search the databases of Google Scholar, PubMed and Medline according to special criteria. Also to collect data from data banks abroad and in Iceland about attachment of teenage mothers to their children.
  Results: The results of this literature review show that in many cases adolescent mothers form insecure attachment to their children. Adolescent mothers don’t adapt to motherhood as easily as older mothers because their cognitive, social and emotional development is not yet fully formed. Appropriate support programs are necessary to promote secure attachment between adolescent mothers and their children. The support they receive usually comes from the family of the adolescent mother and those who are closest to her, but community support is also important. Community support has been studied vastly internationally and findings show that teen-friendly primary health care centers, specially designed school-based programs for adolescent mothers, and peer-support are all resources that have proven to be effective. In Iceland, adolescent mothers have access to very few specially designed forms of community support.
  Conclusions: Further research is necessary to study the support needs of adolescent mothers and to raise awareness of the importance of attachment to a care giver. Specially designed community programs have been successful internationally and could be of good use for Icelandic adolescent mothers. Adolescent mothers are a vulnerable group in the community and individuals who work closely with adolescent mothers, especially healthcare professionals, need specialized training in the care of adolescent mothers so they can pay close attention to their well-being and welfare.
  Key words: Adolescent mother, development, attachment, support, community programs

Samþykkt: 
 • 22.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21611


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tengslamyndun - Unglingsmæður og börn þeirra.pdf787.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna