is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21612

Titill: 
  • Frásagnir og iðkun í eyðibýli: Upplifun ferðamanna á óhefðbundnum áfangastað
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi fjallar um upplifun ferðamanna af því að ganga um í eyðibýli. Yfirgefnar byggingar tilheyra ákveðnum jaðri og þeirra helsta einkenni er hið tvíræða eðli sem þær bera, sem felst í samtali milli fortíðar og nútíðar, menningar og náttúru, nærveru og fjarveru. Það er þetta samtal sem einblínt var á í þessu verki þar sem frásagnir ferðamanna og líkömnun þeirra á tilteknu eyðibýli voru til skoðunar. Samfélagsleg staða eyðibýla var skoðuð og sett í samhengi við fyrirbærafræðileg hugtök úr félagsvísindum, eins og liminal ástand og sköpun staðar. Aðferðafræðin sem notast var við í þessari rannsókn nefnist skyn- og sjónræn etnógrafía og voru tvær ástæður fyrir valinu. Í fyrsta lagi til að kanna skynræna upplifun og líkömnun í óreiðu. Í öðru lagi til að skoða möguleika etnógrafíu í nýjum og ókunnum aðstæðum á eins misleitnum hóp og ferðamenn eru. Niðurstöðurnar sýna að þátttakendur upplifðu húsið milli tveggja einkenna, að það tilheyri óskilgreindum jaðri þar sem menning, saga og náttúra skarast á. Hegðun þátttakenda sýndi að húsið var þó ekki að öllu leyti laust við formgerð og efnisleg óreiða hússins varð þess valdandi að sköpuð var saga fyrri íbúa og þeir gerðir sýnilegir með frásögnum. Óreiðan kallaði einnig á minningar og persónulegar sögur. Frásagnirnar voru tilraun þátttakenda til að koma reiðu á óreiðuna sem var til staðar. Staðarsköpun fólst í því hvernig þátttakendur hreyfðu sig um eyðibýlið, því meira sem þeir skynjuðu og upplifðu því sterkari var sköpunin. Niðurstöður benda til þess að skyn- og sjónræn etnógrafía gefi dýpri skilning og sé gagnlegt verkfæri þegar upplifun ferðamanna er til skoðunar í ókunnu umhverfi.

  • Útdráttur er á ensku

    This study focuses on how tourists experience walking around in an abandoned farmhouse. Abandoned buildings belong to the marginal and their main identity and appeal are towards the ambiguous nature assigned to them, where past, present, culture, nature, absence and presence can be sensed. Those factors were the main agencies in the study where tourist narratives and embodiment was inspected. A discussion on abandoned farms and how they can fit in with numerous phenomenological concepts in social science is put forth. Visual- and sensory ethnography was used in this study for two reasons. Firstly the aim was to explore tourist experience through their visual and sensory experiences. Secondly, to evaluate whether ethnography would be suitable to study as incoherent group as tourists are. Results indicated that participants experienced the farm between two identities, that it belonged on an undefined margin where culture, history and nature cross paths. Participant´s behavior indicated that the farm was not without structure and boundaries, and that material chaos and waste caused the creation of stories of former inhabitants told in their narratives. The chaos also brought back memories and personal stories from the participants and their narratives were an attempt to bring order to the chaos. A strong place making occurred when participants spent more time in the house, the more the body sensed and experienced the stronger connection they felt to the absent history. The results indicate that ethnography is a useful tool in researching tourists and gives a rich understanding of their experience in a new environment.

Samþykkt: 
  • 22.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21612


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Frásagnir og iðkun í eyðibýli_Upplifun ferðamanna á óhefðbundnum áfangastað.pdf2.62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna