is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21615

Titill: 
  • Próffræðilegir eiginleikar DAS-A og DAS-B í íslenskri þýðingu: Spurningalistar um ógagnleg viðhorf í þunglyndi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða próffræðilega eiginleika Dysfunctional Attitude Scale (DAS) útgáfu A og B í íslenskri þýðingu. Listarnir meta ógagnleg viðhorf (dysfunctional attitude) sem talin eru vera orsakasmíð í þróun þunglyndis. Fyrri rannsóknir á DAS-A og DAS-B hafa gefið misvísandi niðurstöður um það hvort útgáfurnar tvær séu hliðstæðar. Eitt megin markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvort líta megi á DAS-A og DAS-B sem hliðstæðar útgáfur. Mun fleiri rannsóknir hafa verið gerðar á DAS-A listanum heldur en DAS-B og ekki er vitað til þess að DAS-B hafi áður verið rannsakaður í íslensku þýði. Í þessari rannsókn var hugsmíðaréttmæti DAS listanna metið með því að skoða tengsl þeirra við aðra sjálfsmatskvarða sem meta einkenni kvíða og þunglyndis og skyldar hugsmíðar. Þátttakendur rannsóknarinnar voru nemendur við Háskóla Íslands sem valdir voru með hentugleika (N = 197). Niðurstöður bentu til þess að líta megi á DAS-A og DAS-B sem hliðstæðar útgáfur í ljósi hárrar fylgni milli heildarskora (r = 0,86) sem er í samræmi við niðurstöður Weissman og Beck (1978). Áreiðanleiki listanna var einnig fullnægjandi. Marktækur munur var þó á heildarskorum þátttakenda á DAS-A og DAS-B þar sem skor á DAS-B voru hærri en á DAS-A. Marktækur munur var á meðaltölum kynjanna þar sem karlar fengu hærri skor en konur bæði á DAS-A og DAS-B. Niðurstöður sýndu að hugsmíðaréttmæti DAS-A væri gott þar sem listinn sýndi bæði gott aðgreiningaréttmæti og samleitniréttmæti. Hugsmíðaréttmæti DAS-B reyndist ekki vera jafn gott og fyrir DAS-A þar sem DAS-B virðist hafa sterkari tengsl við kvíða heldur en DAS-A. Úrtak rannsóknarinnar er tiltölulega lítið, auk þess sem færri þátttakendur svöruðu DAS-B heldur en DAS-A . Því þarf að túlka niðurstöðurnar af varfærni.

Samþykkt: 
  • 26.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21615


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Próffræðilegir eiginleikar DAS-A og DAS-B í íslenskri þýðingu.pdf494.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna