is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21621

Titill: 
  • Á mörkum tveggja heima: Samanburður á draugasögnum Vestur-Íslendinga og draugasögnum í íslenskum þjóðsagnasöfnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjölmennur hópur Íslendinga flutti í Vesturheim á árunum 1870-1914 og báru með sér þjóðsögur í munnlegri geymd frá gamla landinu á framandi slóðir. Í þessari ritgerð eru draugasagnir Vestur-Íslendinga skoðaðar og bornar saman við sambærilegar sagnir úr íslenskum þjóðsagnasöfnum í von um að finna sameiginleg einkenni sagnanna. Einnig er tilgangurinn að draga fram mismun þeirra og það sem er ólíkt með draugasögnum þessara tveggja menningarheima. Stuðst er við kenningu Carls Wilhelms von Sydow um staðbrigði þegar rýnt er í afdrif sagnanna í nýjum heimi í þeim tilgangi að sjá hvort nýtt umhverfi og ólík náttúra hafi haft áhrif á draugasagnirnar.
    Rannsókn þessi leiddi í ljós að draugasagnirnar í Vesturheimi skiptast í tvær greinar. Annars vegar eru það sagnir sem eiga rætur að rekja til gamla landsins og hins vegar sagnir sem spruttu upp í nýjum heimkynnum landnemanna. Áberandi er hversu mikið sagnirnar hafa misst af einkennum sínum og minnum frá þeim sögnum sem finna má í íslensku þjósagnasöfnunum. Hugsast getur að þær draugasagnir, sem gengið höfðu í munnmælum meðal íslensku landnemanna í Vesturheimi, hafi átt erfitt með að festa rætur í nýjum heimkynnum sökum þess að náttúran og umhverfið buðu ekki upp á sama landslag og sagnirnar voru áður sagðar í. Athyglisvert er að þær sagnir sem áttu rætur í íslenskri sagnahefð urðu ekki að staðbrigðum í Vesturheimi líkt og C. W. von Sydow bendir á að nauðsynlegt sé til þess að þjóðfræðaefni geti lifað áfram á nýjum stað. Draugarnir héldu þess í stað nöfnum sínum frá ættum og bæjum á Íslandi. Þetta gæti mögulega bent til þess að landnemarnir hafi upplifað sig á mörkum tveggja heima í upphafi landnáms í Vesturheimi og notað sagnirnar til að minnast gamla landsins, örnefna þess og staðarhátta.

Samþykkt: 
  • 26.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21621


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Á mörkum tveggja heima lok.pdf680.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna