is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21625

Titill: 
 • Áherslur í forvörnum á unglingastigi: Grunnskólar í Reykjavík
 • Titill er á ensku Emphasis on preventive measures among adolescents: Primary schools in Reykjavík
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Helstu heilsufarsvandamál unglinga tengjast hegðun þeirra, félagslegum þáttum og umhverfinu. Vandamál þeirra eru oft tengd kynheilbrigði, geðheilbrigði, slysum og misnotkun á áfengi og vímuefnum. Þessi vandamál er oft hægt að fyrirbyggja með forvörnum. Þar sem hegðun og ákvarðanir unglinga hafa áhrif á heilbrigði þeirra og vellíðan á fullorðinsárum er mikilvægt að byrja forvarnastarf snemma.
  Tilgangur: Tilgangur verkefnisins var að skoða áherslur í forvarnastefnum á unglingastigi í grunnskólum í Reykjavík (FGR) og bera þær saman við áherslur í Forvarnastefnu Reykjavíkurborgar (FR).
  Aðferð: Haft var samband við alla grunnskóla í Reykjavík sem hafa unglingastig, 23 talsins. Í heildina bárust forvarnastefnur frá tíu skólum, alls 43% heimtur. Efni þeirra var greint í fimm efnisflokka og þeir bornir saman við efnisflokka FR.
  Niðurstöður: Greindir voru fimm efnisflokkar í FGR sem voru áhættu- og frávikshegðun, heilbrigðir lífshættir, líðan, samskipti og samstarf. Í ljós kom að áherslur í FGR voru mjög líkar áherslum í FR. Mikil áhersla var lögð á forvarnir varðandi áfengis- og vímuefnaneyslu, einelti, heilbrigða lífshætti, sjálfsmynd og samstarf. Hinsvegar var lítil eða engin áhersla á netnotkun, tölvufíkn, geðheilbrigði, kynheilbrigði og offitu. Þessir efnisflokkar eru mikilvægir þar sem tölvufíkn og netnotkun fer hratt vaxandi meðal unglinga og vandamál tengd kyn- og geðheilbrigði eru meðal algengustu ástæðna sjúkrahússinnlagna hjá unglingum.
  Ályktanir: Nauðsynlegt er að vinna að einni heildrænni forvarnastefnu þar sem fram komi fyrri áherslur í FGR og FR en jafnframt sé lögð áhersla á netnotknu, tölvufíkn, kynheilbrigði, geðheilbrigði og offitu. Grunnskólarnir myndu í framhaldinu móta stefnuna að sínu skólaumhverfi. Við teljum skólahjúkrunarfræðinga lykilaðila til að vinna að slíkri áætlunargerð og stefnumótun vegna fagþekkingar sinnar og reynslu.
  Lykilorð: Unglingar, forvarnir, heilbrigði, skólar, skólahjúkrunarfræðingar.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: The most frequent health problems amoung adolescents are related to behavioural patterns as well as social- and environmental factors. Common health problems among adolescents are associated with sexual- and reproductive health, mental health, accidents, alcohol and substance abuse. All of these problems can be reduced through preventive measures. Since the behavior of adolescents and their decisions affect the health and well being of their adult life, early precautionary measures are vital.
  Purpose: The purpose of this project was to examine the emphasis on preventive mesures in the preventive policies of the primary schools in Reykjavík (PPPSR) providing educational programs for adolescents. Also to compare the preventive policies of the schools to the preventive policies of the City of Reykjavík (PPCR).
  Method: We contacted all the primary schools in Reykjavík that operate on a youth level, totally 23 schools. There were 10 schools that replied and had a preventive policy, totally 43% response rate. Their content was divided into categories. They were compared to the emphasis of the PPCR.
  Results: Five categories of the PPPSR were defined and they were risk and deviant behaviour, healthy lifestyle, well-being, communication and collaboration. The results showed that the focus of the PPPSR were identical to the focus of PPCR. Great emphasis was laid upon preventive measures related to alcohol and substance abuse, bullying, healthy lifestyle, self-concept and collaboration. It was on the other hand demonstrated that little or no focus was on usage of the internet, computer addiction, mental health, sexual- and reproductive health and obesity. These issues are important for the reason that internet usage and computer addiction is rapidly growing amongst youth and problems regarding sexual- and reproductive health as well as mental health are amongst the most common reasons for hospitalization of youth.
  Conclusions: It is vital to construct a holistic prevention policy emphasizing internet usage, computer addiction, mental health, sexual- and reproductive health and obesity in addition to the previous issues which are already emphasized in the PPPSR and PPCR. Primary schools would adjust the policy to their educational environment. We consider school nurses to be key figures in the construction of such a policy due to their professional knowledge and experience.

Samþykkt: 
 • 26.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21625


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhersluríforvörnum-loka (1).pdf792.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna