is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21639

Titill: 
 • Viðhorf til mikilvægis starfsþjálfunar í ferðaþjónustu : dæmi frá veitingastöðum á Húsavík
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ferðaþjónustan á Íslandi hefur vaxið hratt og kröfur til ferðamannastaða um að veita hágæða þjónustu leiðir til þess að ferðaþjónustuaðilar þurfa að ráða og halda í vel menntað og þjálfað fagfólk. Markmið þessa verkefnis er að kanna mikilvægi starfsþjálfunar í ferðaþjónustu og með hvaða hætti veitingastaðir á Húsavík standa að slíkri þjálfun. Til þess að kanna þetta voru tekin átta hálf opin viðtöl við starfsmenn og yfirmenn á veitingastöðum á Húsavík auk þess sem stuðst var við fræðilegar rannsóknir.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar er að erfitt er að fá fagfólk til starfa vegna fárra heilsársstarfa sem kemur til vegna stuttrar háannar úti á landi. Því er ungt fólk ráðið til starfa, oft reynslulaust skólafólk en starfstími þeirra er yfirleitt tímabundinn. Fyrir vikið má áætla að oft sé fagmennska takmörkuð í þessum geira þar sem starfsmannaveltan getur verið mikil. Þjálfun starfsmanna er fyrst og fremst óformleg, auk þess sem kröfur til umsækjenda eru litlar þar sem veitingastaðir á Húsavík telja sig ekki vera í stöðu til þess að ætlast til of mikils sökum mikillar árstíðasveiflu. Viðmælendur töldu starfsþjálfun mikilvæga en til staðar er ekki markviss þjálfun. Áhugi virðist þó vera á að auka formlega starfsþjálfun og menntun með styttri námskeiðum. Meiri fagmennska er forsenda þess að greinin njóti meiri virðingar í samfélaginu. Auka þarf kröfur til þeirra sem stofna og reka fyrirtæki í ferðaþjónustu og gera þarf greinina að aðlaðandi atvinnugrein fyrir metnaðarfullt og hæft vinnuafl.

 • Útdráttur er á ensku

  Tourism in Iceland has grown rapidly and the requirements for tourism destination to deliver high quality service results in a need for the tourism sector to recruit and retain well-educated and well-trained staff. The aim of this project is to explore the importance of staff training in the tourism industry and if and how restaurants in the Icelandic town of Húsavík are providing such training. To explore this, eight semi-structured interviews were conducted with employees and their managers in restaurants in Húsavík.
  The main findings of the study are that it is difficult to hire professionals as few full time jobs are available due to a short tourism season outside the Reykjavik capital area. That is why young people are hired who are often still in school and they have no experience in tourism. Their work time, however, is usually temporary. As a result there is often limited professionalism in this sector due to high staff turnover. Requirements for applicants are not high and restaurants in Húsavík consider themselves not being in a position to expect too much due to short high season and staff training is primarily informal. Interviewees indicated that staff training is important although there is no systematic training. There seems to be, however, interest to increase formal education and training with shorter courses. More professionalism is a prerequisite for the sector to be more respected in the community. There is a need to increase demands on those who set up and run a business in tourism and to make it an attractive industry for ambitious and skilled labor.

Samþykkt: 
 • 26.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21639


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_ritgerð_Berglind_Ósk_Kristjánsdóttir.pdf703.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna