is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Hólum > Ferðamáladeild > BA verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21640

Titill: 
  • Raufarhöfn : áfangastaður í heilsárs ferðaþjónustu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ferðaþjónusta er orðin ein af meginstoðum atvinnulífs á Íslandi og til marks um það þá skapar greinin meiri gjaldeyristekjur en sjávarútvegur. Með breyttu landslagi í sjávarútvegi hefur íbúa- og byggðaþróun margra byggðarlaga verið með neikvæðum hætti og mikið hefur verið horft til ferðaþjónustu sem einhverskonar bjargvætts þessara staða. Ávinningi af auknum ferðamannastraumi hefur þó verið misskipt og hafa jaðarsvæði á borð við Raufarhöfn ekki notið hins aukna ferðamannastraums. Raufarhöfn sem áfangastaður hefur þó margt að bjóða ferðamönnum sem með einum eða öðrum hætti tengist því heimskauta umhverfi sem þar er að finna. Sem dæmi má nefna að í byggingu er Heimskautsgerði sem þegar dregur að ferðamenn og nálægðin við Norðurheimskautsbauginn. Þetta hefur þó ekki dugað til að byggja upp heilsárs ferðaþjónustu á Raufarhöfn og svæðinu í kring.
    Þessari rannsókn er ætlað að varpa ljósi á þá þætti sem skóinn kreppir. Notast var við eigindlegar rannsóknaraðferðir sem fólust í að taka hálf opin viðtöl við fimm einstaklinga, vettvangsrannsókn og að rýna í fyrirliggjandi gögn. Stuðs var við módel fræðimannanna Clare Gunn um framboð áfangastaða og lífsferilskúrfu Richards Butlers og þau tvinnuð saman við umræður og niðurstöður.
    Niðurstöðurnar eru í stuttu máli þær að Raufarhöfn hefur margt til að bera svo ferðaþjónusta þar geti blómstrað sumar sem vetur. Margt er þó óunnið og þar ber hæst skortur á afþreyingu fyrir ferðamenn sem og aðgengi að upplýsingum.

  • Útdráttur er á ensku

    Tourism has become one of Iceland’s main industry and one symbol is that tourism creates more foreign income than the fishing industry. With changes in the fishing industry the rural development of many Icelandic fishing villages has been negative. In order to change that tourism has often been mentioned as life-saver for these places. The benefits of
    increased tourism in Iceland has however not been equal and peripheral areas such as Raufarhöfn has not benefited of increased tourism. Raufarhöfn as a destination has a lot to offer for tourists and most of it is in connection with the Arctic Environment one can find there. As an example of that is the Arctic Henge, that is under construction, which already acts as an attraction for tourists and the closeness to the Arctic Circle. But this has not been enough to make Raufarhöfn a year round destination for tourists. This research is meant to shed a light on aspects where improvement is needed. Qualitative methods are used in the research which involves semi-structured interviews with five individuals, field survey and studying existing data. Supporting tools of two academics where used; firstly the destination image model by Gunn and secondly the Butler’s life cycle on developing tourism destinations. The results were than compared with discussions and findings.
    In short, the findings are that Raufarhöfn has a lot to offer so tourism can blossom whole year round. But there are things to do and most essential is to build up recreation for tourists and improve access to information.

Samþykkt: 
  • 26.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21640


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hólmgeir_Þorsteinsson_BA_ritgerd.pdf531,6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna