is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21644

Titill: 
 • Einkenni og lífsgæði fólks með hjartabilun: Fræðileg samantekt
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Hjartabilun er algengur langvinnur sjúkdómur. Mikilvægt er fyrir sjúklinga og fagfólk að þekkja einkenni og merki hjartabilunar. Þau geta verið mæði, hósti, bjúgur, magnleysi, lystarleysi, skerðing á hugrænni starfsemi og aukin hjartsláttartíðni. Einkennin geta hamlað einstaklingum umtalsvert í daglegu lífi og skerðast lífsgæði þeirra verulega í kjölfar þess.
  Tilgangur: Að samþætta rannsóknarniðurstöður sem fjalla um einkenni og lífsgæði sjúklinga með hjartabilun.
  Markmið: Að auka skilning og þekkingu hjúkrunarfræðinga á einkennum og lífsgæðum sjúklinga með hjartabilun. Auk þess að skoða hvaða innri og ytri þættir tengjast lífsgæðum og framgangi sjúkdómsins.
  Aðferð: Fræðileg samantekt um einkenni hjartabilunar og áhrif þeirra á lífsgæði fólks með hjartabilun. Heimildir voru sóttar í gagnasöfn PubMed, EBSCO host og SAGE frá október 2014 til maí 2015. Tíu heimildir voru greindar.
  Niðurstöður: Greindar voru tíu rannsóknir sem notast við spurningalistann Minnesota Living with Heart Failure Questionnaire sem matstæki fyrir lífsgæði. Hjartabilun skerðir lífsgæði sjúklinga mismikið en líkamlegir, andlegir og félagslegir þættir hafa þar talsverð áhrif. Þeir þættir sem tengjast skerðingu á lífsgæðum eru alvarlegt þunglyndi og kvíði, aðgætin aðlögun (e.vigilant coping), aldur fólks , skortur á sjálfsöryggi, slæm efnahagsleg staða, samfylgjandi sjúkdómar (e. comorbidities), skortur á skynjuðum stuðningi, lítil líkamleg virkni, mikil líkamleg einkenni hjartabilunar og skortur á félagslegum stuðningi.
  Umræður/ályktun: Skerðing á lífsgæðum sjúklinga með hjartabilun er talsverð. Tengsl eru á milli þunglyndis, kvíða, félagslegrar einangrunar og lífsgæða sjúklinga með hjartabilun. Höfundar draga þá ályktun að ekki megi einblína einungis á líkamleg einkenni því andleg og félagsleg einkenni eru ekki síður mikilvæg til að hindra framgang sjúkdómsins og auka lífsgæði.
  Lykilorð: Hjartabilun (e. heart failure), lífsgæði (e. quality of life), Minnesota living with heart failure questionnaire og einkenni hjartabilunar (e. symptoms of heart failure).

Samþykkt: 
 • 26.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21644


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PDF.Einkenni og lífsgæði fólks með hjartabilun_Fræðileg samantekt_HB_KSH.docx..pdf937.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna