is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21646

Titill: 
  • Tengsl vímuefnaneyslu unglinga við fjölda vina þeirra sem neytt hafa sömu vímuefna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vímuefnaneysla unglinga hefur verið mikið rannsökuð og niðurstöður sýna að megin áhættuþáttur neyslu þeirra sé fólkið í þeirra nánasta umhverfi, þá sérstaklega vinir. Unglingar sem eiga vini með jákvæðar skoðanir á vímuefnaneyslu eða neyta þessara efna sjálf, eru líklegri en aðrir til að sjálfir prófa þessi efni. ESPAD spurningalistinn, sem var hannaður til þess að rannsaka vímuefnaneyslu unglinga í Evrópu, var lagður fyrir nemendur 10.bekkjar í öllum grunnskólum landsins. Í þessari rannsókn var þetta skoðað með því að bera saman tíðni neyslu unglinga á kannabis, svefnlyf og róandi lyf, alsælu og sniffefni við fjölda þeirra vina sem þeir telja neyta sömu efna ásamt því að skoða hvort að einhver munur er á milli kynja á því efni. Einnig var athugað hvort samband væru milli aðgengi unglinga að þessum vímuefnum og fjölda vina sem þeir töldu sig eiga sem neytt hefðu þessara efna. Niðurstöður bentu til þess að jákvæð tengsl væru á milli tíðni vímuefnaneyslu nemendanna og fjölda vina sem þeir töldu hafa prófað sömu efni. Það voru fleiri strákar en stelpur sem neytt höfðu allra vímuefnanna fyrir utan svefnlyfja og róandi lyfja þar voru stelpurnar fleiri. Lítið hlutfall nemenda töldu sig geta nálgast vímuefnin þrátt fyrir að telja sig ekki þekkja neinn sem hafði prófað þau. Það væri athyglisvert að rannsaka frekar hvaðan unglingar eru að fá vímuefnin og hvers vegna munur var á milli kynjanna þegar kemur að neyslu.

  • Útdráttur er á ensku

    The illicit drug use of teenagers has been researched a great deal and results show that the main risk factor for their drug use is the people close to them, especially their friends. Teenagers that have friends with positive opinions towards illicit drug use or have done these drugs themselves, are more likely than others to sample these drugs. The ESPAD questionnaire, which was designed to examine the illicit drug use of teenagers in Europe, was presented to the 10th year students in all primary schools in Iceland. This paper explores this by comparing the frequency of teenage use of cannabis, ecstasy, inhalants, sedatives, and sleeping medication without prescription from a doctor, with the amount of friends they believe have done the same drugs. The results indicate a positive correlation between the frequency of teenage drug use and the amount of friends they believe have done the same drugs. There were more boys than girls that had done all the drugs, except for sedatives and sleeping medication were the girls where the majority. A small ratio of students believed themselves to be able to access the drugs even though they did not believe that any of their friends had tried them. It would be interesting to explore even further where teenagers access these drugs from and why there is a gender difference when it comes to illicit drug use.

Samþykkt: 
  • 27.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21646


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tengsl vímuefnaneyslu unglinga við fjölda vina þeirra sem neytt hafa sömu vímuefna.pdf541.79 kBOpinnPDFSkoða/Opna