is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21647

Titill: 
  • Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga. Gögn voru notuð frá hinni alþjóðlegu rannsókn Heilsa og lífskjör skólanema skólaárið 2009/2010, þar sem heilsa og lífskjör skólanema er skoðuð fjórða hvert ár. Þátttakendur voru alls 3.857 nemendur í 10.bekk í 161 grunnskólum víðsvegar um landið. Um 89% nemenda í 10. bekk svöruðu könnuninni. Strákar voru almennt með jákvæðari líkamsmynd en stúlkur. Flestir strákar töldu sig líta nokkuð vel út miðað við að flestar stelpur töldu útlit sitt vera í meðallagi. Af 3.765 nemendum sem svöruðu spurningunni „Hefur þú einhvern tímann haft samfarir (stundum kallað að sofa hjá)? voru alls 1.092, eða 29%, sem höfðu haft samfarir og af þeim voru 28% strákar og 30% stúlkur. Fleiri strákar og stúlkur sem höfðu líkamsmynd sem hallaðist nær því að vera jákvæð höfðu haft samfarir en þau sem hölluðust nær neikvæðri líkamsmynd. Smokkanotkun reyndist einnig meiri hjá þeim sem voru með jákvæða líkamsmynd eða alls 11,1% af þeim 18,6% sem notuðu smokk við síðust samfarir. Algengast var að fyrstu samfarir höfðu átt sér stað við 14 ára aldur og átti það við um bæði kynin. Bæði strákar og stúlkur sem höfðu samfarir í fyrsta sinn 14 ára töldu sig líta nokkuð vel út. Til að spá fyrir um tengsl á milli líkamsmyndar og hvort nemendur höfðu haft samfarir og notað smokk við síðustu samfarir var notast við einfalda línulega aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður sýndu að tengja mætti 25,7% stráka sem höfðu stundað kynlíf við líkamsmynd og 31,3% stúlkna. Aðeins 0,02% af smokkanotkun mátti skýra með líkamsmynd. Því var ekki hægt að spá fyrir um að smokkanotkun væri líklegri hjá þeim sem væru með jákvæða líkamsmynd.

Athugasemdir: 
  • Læst til 22.5.2018
Samþykkt: 
  • 27.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21647


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tengsl líkamsmyndar við kynhegðun unglinga.pdf727.5 kBOpinnPDFSkoða/Opna