is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21657

Titill: 
  • Áhrif oxytósíns og misoprostóls á samdrátt og tjáningu oxytósínviðtakans í legi músa
  • Titill er á ensku The effects of oxytocin and misoprostol on contraction and expression of the oxytocin receptor in the mouse uterus
Útdráttur: 
  • Blæðing í kjölfar fæðingar er ein helsta dánarosök kvenna við barnsburð, sérstaklega í þróunarríkjum. Uterotónísk lyf, lyf sem valda legvöðvasamdrætti, eru notuð til að meðhöndla blæðinguna. Oxytósín og misoprostól eru lyf sem eru oft notuð í þessum tilgangi. Oxytósín er taugahormón sem binst G-prótein tengdum viðtaka og veldur legvöðvasamdrætti í gegnum virkjun fosfólípasa C og innstreymis Ca2+ í umfrymi. Langvarandi meðhöndlun viðtakans með oxytósíni getur valdið ónæmi og minni tjáningu. Misoprostól er prostaglandín E1 hermiefni og getur bundist fjórum viðtökum, EP1, EP2, EP3 og EP4. Binding misoprostóls við EP1 eða EP3 veldur legvöðvasamdrætti en binding EP4 veldur slökun á legvöðva. Markmið verkefnisins var tvíþætt, annars vegar að kanna samverkandi áhrif oxytósíns og misoprostóls á legvöðvasamdrátt í óþunguðum músum og hins vegar að athuga hvort að tjáning oxytósínviðtakans breyttist eftir klukkustundalanga meðhöndlun með oxytósíni og misoprostóli. Samdráttur legvöðva úr óþunguðum músum (bæði gömlum og ungum) var mældur in vitro og var gefið ýmist einungis oxytósín, einungis misoprostól eða bæði oxytósín og misoprostól. Niðurstöður voru bornar saman við viðmið sem fengu ekkert inngrip. Tjáning oxytósínviðtakans í legi var mæld með qPCR. Oxytósín hafði marktæk áhrif á samráttarkraft í legi (EC50=4,3·10-10 M í gömlum músum, EC50=3,5·10-10 M í ungum) Misoprostól hafði ekki marktæk áhrif á samdráttarkraft í legi. Áhrif misoprostóls á legvöðvasamdrátt voru þrenns konar: jákvæð, neikvæð eða tvíþætt (neikvæð áhrif við lágan styrk en jákvæð við háan). Misoprostól stuðlaði hvorki að né dróg frá áhrifum oxytosíns. Tjáning oxytósínviðtakans breyttist ekki marktækt eftir klukkustundalanga meðhöndlun með oxytósíni og misoprostóli.

  • Útdráttur er á ensku

    Postpartum haemorrhage is one of the main causes of maternal mortality during labour, especially in developing countries. Uterotonic drugs are used to treat the haemorrhage. Two such drugs are oxytocin and misoprostol. Oxytocin is a neurohormone which binds to a G-protein coupled receptor and causes uterine muscle contraction through activation of phospholipase C and an influx of Ca2+ into the cytoplasm. Prolonged exposure of the oxytocin receptor to oxytocin causes desensitization and downregulation of the receptor. Misoprostol is an E1 analog and can bind to four receptors, EP1, EP2, EP3 and EP4. Binding to EP1 and EP3 leads to myometrial contraction whereas binding to EP2 and EP4 causes relaxation. The aim of this project was twofold; first to determine the combined effects of oxytocin and misoprostol on myometrial contraction in nonpregnant mice (young and old), and second to measure change in the expression of the oxytocin receptor after an hour-long treatment with oxytocin and misoprostol. Myometrial contraction was measured in vitro after treatment with only oxytocin, only misoprostol or both oxytocin and misoprostol. The results were compared to a control. Expression of the oxytocin receptor was measured with qPCR. Oxytocin had a significant effect on myometrial contractile force (EC50=4.3·10-10 M for old mice, EC50=3.5·10-10 M for young mice), whereas misoprostol had no effect. Misoprostol’s effect on contraction was observed to be positive, negative or biphasic (negative at low concentrations, positive at high concentrations). Misoprostol did not have an effect on oxytocin-mediated contraction. There was no change in the expression levels of the oxytocin receptor after treatment with oxytocin and misoprostol.

Samþykkt: 
  • 27.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21657


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerd-BDB-2015.pdf1.75 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna