Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21658
Það finnast fjögur afbrigði af bleiku í Þingvallavatni í dag. Þær er skilgreindar eftir útlitseinkennum, svo sem stærð og mun á lögun höfuðs. Þessi fjögur afbrigði eru:
Dvergbleikja, kuðungableikja, sílableikja og murta. Í þessari rannsókn, var breytileiki á milli afbrigða og blendinga þeirra athugaður í 1 árs gömlum seiðum sem alin höfðu verið við sömu aðstæður, með geometrískum, formfræðilegum aðferðum.
Breytileiki á milli afbrigða og blendinganna er til staðar og virðist vera að það séu möguleg bæði móður og föður áhrif sem hafa áhrif á útlitseinkenni afkvæmis. Það er marktækur munur á milli sumra afbrigðana og kynblendinga.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni.pdf | 817.28 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |