is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21660

Titill: 
  • Afhverju Ofurfæða? Heilnæmt matarræði og skyndilausnir í samtímanum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknarefni þessarar ritgerðar verður svo kallað Ofurfæði í samtímanum og trú fólks á þeirri fæðutegund, viðhorf til hennar og hugmyndafræðin að baki. Farið verður yfir breytingar á fæðuvali og þá aukningu á vissum tegundum af vörum og mataræði sem hefur farið vaxandi á síðustu árum. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er Afhverju Ofurfæða? Heilnæmt mataræði og skyndilausnir í samtímanum. Fyrir þessa rannsókn voru tekin tvö eigindleg viðtöl og einn spurningalisti lagður fyrir. Einnig voru skoðaðar greinar sem birtust í tímaritum og á vefsíðum þar sem Ofurfæðan er í aðalhlutverki. Mismunandi kúrar og lífsstílar eru einnig tengdir inn í umræðuna með Ofurfæðu til hliðsjónar. Ritgerðinni er skipt upp í fimm kafla og þeim fimmta, einnig skipt í undirkafla. Í fyrsta kafla verður farið yfir rannsóknarsögu matar og þá þróun sem hefur átt sér stað í þeim fræðum. Í öðrum kafla verða kynnt hugtök og kenningar sem seinna munu verða notaðar í ritgerðinni. Því næst eru viðmælendur kynntir og þær aðferðir og gögn sem verða notuð í ritgerðinni. Í fjórða kafla verður fjallað um neytendaval í samtímanum og hvernig matvælaiðnaður og neysluhyggja hafa breyst á síðustu árum. Í fimmta kafla verður hin svokallaða Ofurfæða tekin fyrir og skoðuð út frá hinum ýmsu sjónarhornum. Tekin verða dæmi um mataræði sem tengist henni og einnig hvernig hún birtist á vefmiðlum, í fréttablöðum og almennri umræðu í samfélaginu.

Samþykkt: 
  • 27.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21660


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba_Ritgerð_ErnaRut.pdf514.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna