Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21664
Öldruðum fer sífellt fjölgandi á heimsvísu vegna bættra lífshorfa og framfara á sviði læknavísinda í meðhöndlun á langvinnum sjúkdómum. Með hækkandi aldri eykst sjúkdómsbyrði fólks og kallar það á aukna þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. Aldraðir eru í meirihluta sjúklinga á sjúkrahúsum, meðal annars vegna tíðari endurinnlagna og þess að þeir liggja að jafnaði lengur í hvert sinn en þeir sem yngri eru. Þetta hefur aukinn kostnað í för með sér fyrir heilbrigðiskerfið. Mikilvægt er að stytta legur aldraðra vegna neikvæðra áhrifa lengri legu á sjúkrahúsi á sjúklinginn og einnig til þess að draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Tilgangur verkefnisins var að greina þá þætti sem hafa áhrif á legulengd aldraðra á bráðalegudeildum sjúkrahúsa. Leitað var svara í rafrænum gagnagrunnum og valdar voru nýlegar rannsóknir sem svöruðu rannsóknarspurningunni „Hvaða þættir hafa áhrif á legulengd aldraðra á bráðalegudeildum?”
Helstu niðurstöður rannsóknanna voru þær að margvíslegir þættir höfðu áhrif á legulengd aldraðra á sjúkrahúsum og má þar nefna færniskerðingu, óráð, byltur, aukinn hrumleika og slæmt næringarástand. Þeir sjúklingar sem fengu íhlutun öldrunarteymis í sjúkrahúslegunni lágu að jafnaði skemur en sjúklingar í samanburðarhópum sem ekki fengu samskonar íhlutun.
Álykta má að ef tekið er á þeim þáttum sem valda lengri legu aldraðra á sjúkrahúsum mætti draga úr neikvæðum áhrifum legunnar á þá, fækka endurinnlögnum, stytta legulengd og draga úr kostnaði. Mikilvægt er að heilbrigðismenntaðar starfsstéttir sjúkrahúsanna séu meðvitaðar um þessa þætti og leitist við að beita gagnreyndri þekkingu við úrlausn þessara vandamála.
Lykilorð: Öldrun, legulengd, hrumleiki, hjúkrun.
The population of the elderly is rapidly increasing worldwide because of decreasing mortality rates due to improvement in treatment of chronic diseases. With rising age comorbidity increases and the need for health care is greater. The elderly account for the majority of hospital beds for several reasons partly because of increased comorbidity, more frequent readmissions, and because each stay is on average longer than for the younger population. This increases the cost for the health care system. It is important to counteract this trend because of the negative impact on the elderly of longer hospitalizations along with reducing the cost of the health care system. The purpose of this assignment was to discover factors that delay discharges of elderly patients from acute care units. Answers were sought in electronic databases, concentrating on recent research which addressed this research question: ,,What factors influence length-of-stay of the elderly in acute care units?”
The main results were that many factors affect the length of hospitalization of elderly patients. Elderly patients that are at a higher risk for a longer hospitalization are those who are declining functionally, delirious, at risk of falls, frail or malnourished. Patients who received an intervention from a geriatric consultation team during the hospitlization had on average a shorter stay than patients in the control group which did not receive such an intervention.
The assumption can be made that if the factors influencing the length of stay of the elderly are taken care of then many positive effects can be seen. For example negative effects of the hospitalization can be reduced, readmissions will be diminished and hospital stay will be shortened along with a reduction in costs. It is important that health care professionals are aware of these factors and seek to use evidence based knowledge in the treatment of these issues.
Key words: Geriatric, length of stay, frailty, nursing.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Þættir sem hafa áhrif á útskriftir aldraðra.pdf | 729,21 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |