en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/21665

Title: 
 • Title is in Icelandic Óvænt andlát: Þarfir aðstandenda
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Óvænt andlát er ófyrirsjáanlegur atburður sem gerir ekki boð á undan sér og hefur í för með sér afleiðingar sem hafa áhrif á aðstandendur og heilbrigðisstarfsmenn á bráðamóttöku. Að sinna aðstandendum hefur lengi verið þáttur af starfi hjúkrunarfræðinga. Undanfarin ár hefur þó aukin áhersla verið lögð á að gera þjónustuna markvissari með því að sameina þarfir sjúklinga og aðstandenda þeirra. Starfsfólk á bráðamóttökum þarf að horfast í augu við óvænt og ófyrirsjáanleg andlát ásamt því erfiða hlutverki að tilkynna aðstandendum andlátið. Kynni heilbrigðisstarfsfólks á bráðamóttöku og aðstandenda eru gjarnan stutt en geta verið náin. Þessi kynni geta átt stóran þátt í upplifun aðstandenda á andlátinu og haft áhrif á hvernig aðstandendur takast á við sorgina sem fylgir því að missa ástvin óvænt. Umhverfi bráðamóttöku einkennist af hraða og álagi sem krefst útsjónarsemi starfsfólks í því að veita aðstandendum þægilegt umhverfi í erfiðum aðstæðum. Hjúkrunarfræðingar taka oft á móti aðstandendum og upplifa þeir sig gjarnan óörugga við að tilkynna um andlát. Sýnt hefur verið fram á að klínískar leiðbeiningar hjálpi hjúkrunarfræðingum að tilkynna um óvænt andlát.
  Tilgangur þessa fræðilega yfirlits er að leita svara við því hver áhrif óvænts andláts á bráðamóttökum eru á aðstandendur og heilbrigðisstarfsfólk á bráðamóttöku.
  Niðurstöður benda til þess að óvænt andlát hefur áhrif á alla sem koma að andlátinu. Umhverfi bráðamóttökunnar er sérsniðið fyrir lífsbjargandi aðgerðir og erfitt getur verið fyrir starfsfólk bráðamóttöku að skipta úr lífsbjargandi aðgerðum yfir í að veita aðstandendum upplýsingar og sýna þeim samúð.
  Mikilvægt er fyrir heilbrigðisstarfsfólk á bráðamóttöku að vera meðvitað um áhrif óvænts andláts á aðstandendur og þekkja sorgarviðbrögð. Heilbrigðisstarfsfólk þarf að vera meðvitað um að það gegnir mikilvægu hlutverki í því hvernig aðstandendur upplifa andlátið og getur tilkynning um andlát haft áhrif á hvernig aðstandendum vegnar eftir að hafa misst ástvin óvænt.
  Lykilorð: Óvænt andlát, bráðamóttaka, sorg, þarfir aðstandenda, heilbrigðisstarfsfólk bráðamóttöku.

Accepted: 
 • May 27, 2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21665


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Óvænt andlát Þarfir aðstandenda.pdf344.41 kBOpenHeildartextiPDFView/Open