is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21667

Titill: 
  • „Oft eru sárin verst sem ekki blæða.“ Fræðileg samantekt um kvíða grunnskólabarna og meðferðarúrræði skólahjúkrunarfræðinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Börn ekki síður en fullorðnir finna fyrir kvíða. Þessi tilfinning getur gert einstaklingnum kleift að takast á við og yfirstíga erfið verkefni og aðstæður og er hluti af varnarkerfi líkamans. Þegar kvíðinn er farinn að hafa hamlandi áhrif á daglegt líf er talað um kvíðaröskun. Langvarandi kvíði barna getur haft áhrif á tilfinningalegan- og félagslegan þroska, sem birtist í slakari árangri í skóla, skertri sjálfsmynd og eykur líkur á misnotkun áfengis og vímuefna á unglingsárum. Kvíði barna getur komið fram með mismunandi hætti og er hann flokkaður niður í sjö kvíðaraskanir eftir einkennum, en þau eru helst: höfuðverkur, magapína, feimni og að forðast ákveðnar aðstæður. Mikilvægt er að barn fái rétta greiningu svo hægt sé að veita því rétta meðferð. Aldur barnsins spilar einnig stóran þátt í birtingamynd kvíðans og hvernig hann er meðhöndlaður, en meðferðirnar byggjast fyrst og fremst á vitsmunalegum þroska barnanna.
    Tilgangur: Markmiðið með þessari fræðilegu samantekt var að lýsa þeim meðferðarúrræðum við kvíða sem rannsóknir sýna að henti grunnskólabörnum á aldrinum 6-12 ára og ræða hvert þessara meðferðarúrræða skólahjúkrunarfræðingar gætu nýtt sér í sínu starfi.
    Aðferð: Leitað var í fimm gagnagrunnum af rannsóknargreinum tengdum kvíðaröskunum barna á aldrinum 6-12 ára og greinar um meðferðarúrræði sem hægt væri að veita innan skólans, af skólahjúkrunarfræðingum á skólatíma.
    Niðurstöður: Fáar rannsóknir hafa verið gerðar um árangur kvíðameðferða innan grunnskólans og einu marktæku rannsóknirnar fjalla um það forvarnarstarf sem skólahjúkrunarfræðingar veita.
    Ályktanir: Skólahjúkrunarfræðingar starfa innan skólans að heilsueflingu og forvörnum auk þess að fylgjast reglulega með andlegri-, líkamlegri- og félagslegri heilsu skólabarna. Þeir eru því i kjör stöðu til að auðkenna, koma í veg fyrir eða draga úr kvíða skólabarna. Víðsvegar í Evrópu og Bandaríkjunum hafa verið innleiddar kvíðameðferðir í forvarnarskyni og hafa þær meðferðir skilað góðum árangri. Þörf er á frekari rannsóknum varðandi kvíða skólabarna hér á landi og innleiða þarf markvisst forvarnarstarf til að efla geðheilsu og draga úr kvíða grunnskólabarna.

    Lykilorð : Kvíði, gunnskólabörn, skólahjúkrunarfræðingur, meðferðarúrræði.

Samþykkt: 
  • 27.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21667


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Oft eru sárin verst sem ekki blæðia, Emilía og Henný.pdf655.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna