is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2167

Titill: 
 • Ég skil bara ekki af hverju? : félagshæfnisögur og félagleg staða barna með Aspergerheilkenni
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Mikil breyting hefur orðið á þjóðfélaginu undanfarna áratugi og ekki síst á skólasamfélaginu, blöndun milli fatlaðra og ófatlaðra er orðin mun meiri og kemur blöndunin til með að aukast en meira. Þekking á fötlunum á einhverfurófinu er orðin mun meiri en hún var og því eiga þeir einstaklingar sem glíma við þá fötlun orðið auðveldara með að vera í almennum skóla. Með því að efla ákveðna þætti hjá þessum einstaklingum og sérstaklega þann félagslega er verið að gefa þeim tækifæri á að lifa sem eðlilegasta lífi, eiga samskipti eða jafnvel mynda vinatengsl við jafnaldra eða skólafélaga.
  Í þessari lokaritgerð er fjallað um Aspergerheilkenni og þá þætti sem koma helst í veg fyrir það að einstaklingar með heilkennið geti átt eðlileg samskipti við aðra.
  Félagshæfnisögur eru ein leið sem hægt er að nota til þess að útskýra flókna hluti fyrir einstaklingum með Aspergerheilkennið á einfaldan og jafnvel myndrænan hátt og þess vegna verður fjallað sérstaklega um þær í ritgerðinni.
  Á Íslandi í dag er skóli án aðgreiningar en það þýðir að öll börn eiga að geta gengið í sinn heimaskóla hvernig svo sem á stendur um atgervi þeirra til líkama og sálar. Þess vegna verður grunnskólanum gerð sérstök skil.
  Í lokin er fjallað um hlutverk þroskaþjálfa og hvernig sérþekking þeirra getur nýst til þessa að efla þessa einstaklinga.

Samþykkt: 
 • 6.4.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2167


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
%20ElsaJona_Lokaritger.pdf338.71 kBOpinnFélagshæfnisögur - heildartexti PDFSkoða/Opna