Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21670
Bjarni Þorsteinsson prestur á Siglufirði safnaði íslenskum þjóðlögum á árabilinu 1880 til 1905 og gaf safn sitt út undir nafninu Íslenzk þjóðlög á árunum 1906-9. Þjóðlagasöfnun var safmofin annarri söfnun þjóðfræðaefnis í Evrópu á 18. og 19. öld en skipuleg söfnun þjóðlaga með uppskrift á nótum náði ekki fótfestu fyrr en á síðari hluta 19. aldar. Við söfnun sína naut Bjarni aðstoðar fjölda meðsafnenda sem fundu fólk sem kunni þjóðlög og skráðu með nótum lög úr munnlegri geymd, og var það í fyrsta sinn sem slíkt er gert með skipulegum hætti á Íslandi. Einn duglegasti meðsafnari Bjarna var Benedikt Jónsson á Auðnum í Laxárdal. Hann sendi Bjarna samtals 115 lög og mörg þeirra voru prentuð í Íslenzkum þjóðlögum eins og Benedikt sendi þau eða voru notuð sem stuðningsheimild um önnur skyld lög í bókinni. Bjarni hlaut nokkra gagnrýni fyrir að vera ekki nógu duglegur að vinsa erlend lög úr safni sínu en einnig fyrir óvönduð vinnubrögð við uppskrift og úrvinnslu þeirra gagna sem honum voru send. Farið er yfir söfnuna og úrvinnsluna og reynt að leggja mat á vinnubrögð Bjarna með samlestri gagna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
phb-ba.pdf | 4.46 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |