en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/21671

Title: 
 • Title is in Icelandic Mótorhjólaslys á Íslandi 2008-2014
 • Motorcycle accidents in Iceland 2008-2014
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Bakgrunnur: Slysahætta fylgir akstri mótorhjóla en ökumenn þeirra eru í átta sinnum meiri hættu á að slasast í umferðarslysi en ökumenn annarra faratækja. Mótorhjólum hefur fjölgað í umferðinni á undanförnum árum. Mikilvægt er að þekkja áhættuþætti mótorhjólaslysa til að þróa áhrifaríkar forvarnir sem gætu fækkað slysum og dauðsföllum.
  Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða og greina mótorhjólaslys á Íslandi ásamt því að vekja athygli á viðfangsefninu, upplýsa og fræða. Markmið var að efla þekkingu á áhættuþáttum mótorhjólaslysa og að niðurstöður rannsóknarinnar komi til með að nýtast til fræðslu og forvarna.
  Aðferð: Þátttakendur voru allir þeir sem komu á Landspítala í kjölfar mótorhjólaslysa á tímabilinu 2008 til 2014. Unnið var úr gögnum sjúkraskrá Landspítala og niðurstöður kynntar með lýsandi tölfræði.
  Niðurstöður: Alls komu 1348 einstaklingar á árunum 2008 til 2014 á Landspítala vegna mótorhjólaslysa. Á tímabilinu fækkaði komum á um 54%. Mikill meirihluti var karlmenn (89%). Algengast var að slysin ættu sér stað í dreifbýli að kvöldi til og yfir sumarmánuði. Mest var um að einstaklingar hlytu minniháttar áverka á útlimum. Ef um alvarlega áverka var að ræða voru þeir í flestum tilvikum á brjóstsvæði eða höfði. Hlutfall þeirra sem lögðust inn vegna áverka í kjölfar mótorhjólaslyss var 14% og í fjórum tilvikum varð banaslys.
  Ályktanir: Ljóst er að mótorhjólaslysum fer fækkandi á Íslandi. Því má gera ráð fyrir að fræðsla og forvarnir undanfarinna ára séu að bera árangur. Niðurstöður rannsóknarinnar eru mikilvægur þáttur í að skoða þróun og umfang mótorhjólaslysa á Íslandi og bera saman við erlendar rannsóknir. Einnig styðja þær við þekkingu á áhættuþáttum mótorhjólaslysa og hinar ýmsu stéttir eins og lögregla og ökukennarar gætu nýtt þá þekkingu til eflingu forvarna og þannig aukið öryggi ökumanna.

 • Introduction: Riders of motorcycles are more exposed and therefore at a significantly higher risk of sustaining severe injuries in motor vehicle accidents. In recent years there has been a surge in the number of motorcycles on the roads. It is important to research and recognize the epidemiology of motorcycle accidents in order to develop effective preventive methods to reduce the number of severe injuries and deaths from such accidents.
  Goals: The primary purpose of this study was to investigate and analyse motorcycle accidents in Iceland as well as to raise awareness of the subject, enlight and educate. The goal was to increase the current knowledge of potential precipitating risk factors and that the data will give accessible information to parties involved in road safety and injury prevention.
  Methods: Data was collected and analysed using a retrospective, descriptive statistical method. Participants in the study were all individuals that presented to Landspitali University Hospital as a result of injury related to a motorcycle or motorcross bike over the years from 2008-2014. Data was obtained from the hospital electronic patient records.
  Results: In total there were 1348 individuals that received care at the hospital over the years 2008-2014. Over the seven year period there was a reduction of 54% in yearly presentations to the hospital as a result of motorcycle injuries. There was a significant male predominance (89%). Most commonly the accidents happened in rural areas in the evening and in particular over the summer months. The highest proportion of injuries were minor extremity injuries. Severe injuries were related to chest wall or closed head injuries. Of the group 14% were admitted to the hospital and there were 4 fatalities.
  Conclusions: The study suggests that the incidence of motorcycle accidents in Iceland is decreasing. Perhaps preventive measures and education has a role in that decrease. The results from this study are important concerning developement of motorcycle accidents in Iceland and comparison to foreign researchs. They can as well be used to further improve information to motorcycle drivers and as preventive measures for example by the police and motorcycle instructors to further reduce the number of serious accidents.

Accepted: 
 • May 27, 2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21671


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Mótorhjólaslys á Íslandi 2008-2014.pdf2.81 MBOpenHeildartextiPDFView/Open