en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/21672

Title: 
  • Title is in Icelandic Breytingar á heilsutengdum lífsgæðum sjúklinga eftir skurðaðgerð
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Bakgrunnur: Skurðaðgerðir geta haft fjölbreyttar afleiðingar í för með sér. Þær geta verið einstaklingsbundnar, þar sem hver og einn leggur mat á eigin lífsgæði, en einnig er hægt að spá fyrir um hvaða lífsgæðabreytinga má vænta út frá sjúklingahópum og tegund skurðaðgerðar. Heilsutengd lífsgæði eru almennt flokkuð eftir líkamlegum, andlegum og félagslegum sviðum heilsu og vellíðunar og mikilvægt er að huga að þeim þáttum sem hafa mest áhrif á líf sjúklinga í kjölfar skurðaðgerðar.
    Tilgangur: 1) Skilgreina hugtökin heilbrigði, lífsgæði og heilsutengd lífsgæði ásamt því að skýra frá helstu lífsgæðamælitækjum. 2) Skoða og lýsa helstu breytingum á heilsutengdum lífsgæðum sjúklinga eftir mismunandi tegundum skurðaðgerða. 3) Gera grein fyrir mikilvægi lífsgæðamælinga fyrir hjúkrun.
    Markmið: Að stuðla að bættri hjúkrun og heilsutengdum lífsgæðum skurðsjúklinga.
    Aðferðafræði: Samtals 20 rannsóknir voru teknar með í þessari fræðilegu samantekt. Leitað var að heimildum í gagnasöfnum PubMed, Google Scholar og Hirslunni og með því að skoða heimildaskrár greina sem fundust ásamt lokaverkefnum í Skemmunni. Gagnaleit fór fram á tímabilinu september 2014 til apríl 2015.
    Niðurstöður: Af þeim 20 rannsóknum sem voru skoðaðar, voru 17 sem greindu frá marktækt betri heilsutengdum lífsgæðum eftir skurðaðgerð. Oftast var marktækur munur á flestum þáttum mælitækjanna þar sem heilsutengdu lífsgæðin bötnuðu verulega með tímanum, en mest áberandi var þó aukningin á líkamlegum sviðum og virknisviðum. Breytur sem höfðu neikvæð áhrif á mælingar á heilsutengdum lífsgæðum voru hækkandi aldur, kvenkyn, atvinnuleysi, lágt menntunarstig, að búa einn, hár líkamsþyngdarstuðull (BMI), reykingar og samverkandi sjúkdómar.
    Umræða: Niðurstöðurnar geta verið gagnlegar til að aðstoða hjúkrunarfræðinga við að gera sér grein fyrir helstu þörfum skurðsjúklinga og hvernig megi nýta lífsgæðamælitæki til að bera kennsl á þau vandamál sem sjúklingurinn þarf að takast á við og veita árangursríka hjúkrunarmeðferð. Einnig þurfa hjúkrunarfræðingar að vera vakandi fyrir sjúklingum í áhættuhópum sem þurfa mögulega á aukinni fræðslu og eftirfylgni að halda.
    Lykilorð: heilbrigði, lífsgæði, heilsutengd lífsgæði, skurðaðgerðir

Accepted: 
  • May 27, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21672


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Breytingar-á-heilsutengdum-lífsgæðum-sjúklinga-eftir-skurðaðgerð.pdf238.06 kBOpenHeildartextiPDFView/Open