is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21675

Titill: 
 • Áhrif geðraskana foreldra á heilsu og velferð barna
 • Titill er á ensku Looking at the impacts of parental mental illness on the health and wellbeing of children
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Undanfarin ár hefur tíðni geðraskana farið vaxandi um allan heim, einnig meðal foreldra. Tilgangur þessarar fræðilegu úttektar var að taka saman þau áhrif sem hinar ýmsu geðraskanir foreldra hafa á börnin, auk þess að fjalla um þau meðferðarúrræði sem í boði eru fyrir þá einstaklinga sem þurfa á aðstoð að halda.
  Niðurstöður rannsókna benda til þess að geðröskun foreldra hafi áhrif á vitsmuna-, tilfinninga- og félagslega líðan barna. Einnig eru börn þessara foreldra líklegri en önnur börn að þróa með sér geðröskun síðar meir á lífsleiðinni. Má þar meðal annars nefna aukna tíðni á þunglyndi, kvíða og sjálfskaðandi hegðun hjá þessum börnum. Það er ekki einungis af völdum gena sem þessi kynslóða flutningur á sér stað, heldur geta uppeldisaðstæður svo sem hegðun foreldris einnig haft veruleg áhrif á það hvernig börnunum reyðir af.
  Til þess að stuðla að betri heilsu og velferð barnanna er mikilvægt að þau eigi þess kost að leita sér meðferðarúrræða, þar sem rannsóknir hafa sýnt að ef fjölskyldan fær stuðning og fræðslu getur það dregið úr áhrifum sem geðröskun foreldris hefur á börnin. Ýmis meðferðarúrræði eru í boði sem foreldrar og börn geta sóst eftir, allt frá einstaklingsmiðaðri fjölskyldumeðferð sem er uppbyggð á viðtölum til hópmeðferðar, en þetta getur haft jákvæð áhrif á heilsu og velferð barnanna.
  Þessi börn hafa þörf fyrir seiglu sem hægt er að öðlast með viðeigandi fræðslu sem hæfir aldri þeirra til þess að geta tekist á við streituvaldandi aðstæður án þess að bugast. Seigla er jákvætt bjargráð sem eflir getu þeirra til þess að öðlast aukið sjálfstraust, trú á eigin getu og eykur líkurnar á því að börnin horfi með jákvæðum augum á æskuna.
  Við heimildarleitina var notast við gagnasöfnin Cinahl, ProQuest og PubMed og var notast við greinar frá árunum 2005-2015.
  Lykilorð: Geðröskun foreldra, börn og unglingar, meðferðarúrræði, seigla.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years, the frequency of mental illness has been increasing around the world, also among parents. The purpose of this literature review was to summarise what impact the parents’ various mental illness has on their children, as well as to discuss the available treatments for those who need the assistance.
  The results indicate that mental illness amongst parents affect the cognitive, emotional and social well-being of children. The children of parents with mental illness are more likely than other children to develop mental illness themselves later in life. These illnesses include the increased likelihood of depression, anxiety and self-destructive behaviour. It is not only due to genetics that this transfer between generations occurs, but other factors such as the children´s circumstances during their upbringing including the behaviour of a parent also had a significant impact on how well a child adapts and develops.
  In order to ensure the health and welfare of the children it is important that they have the opportunity to seek appropriate treatment options, as studies have shown that the impact of the parent´s mental illness on the children can be reduced with support and education. Several treatment options are available which parents and children can access, options such as tailored family therapy which consists of structured interviews, and group therapy, these treatment options can have a positive impact on the health and welfare of the children.
  The resilience that these children can develop through appropriate age suitable education allows them to be able to cope with stressful situations. Resilience is a positive resource that enhances their ability to gain more self-confidence, to believe in their own ability as well as it increases the likelihood that the children have a positive outlook on their youth.
  The databases Cinahl, ProQuest and PubMed were utilised to find articles to inform the literature review, the search was limited to the years 2005-2015.
  Keywords: Mental illness of parents, children and adolescents, treatment, resilience.

Samþykkt: 
 • 27.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21675


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif geðraskana foreldra á heilsu og velferð barna.pdf405.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna