en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/21678

Title: 
  • is Öryggisandi á vinnustöðum. Upplifun starfsmanna á öryggisháttum hjá útgerðarfélagi, athugað með NOSACQ-50 spurningalistanum
  • Safety climate in the workplace. Employees' shared safety perception in a seafood company, measured with the NOSACQ-50 questionnaire
Submitted: 
  • May 2015
Abstract: 
  • is

    Markmið þessarar rannsóknar var að mæla öryggisanda (e. safety climate) og upplifun starfsmanna á öryggisháttum innan íslensks útgerðarfélags. Öryggisandi er skilgreindur sem sameiginleg viðhorf samstarfshóps til öryggistengdra verklagsreglna, starfshátta og stefnumótunar stjórnenda og samstarfsmanna. Notaður var Nordic Safety Climate Questionnaire (NOSACQ-50) spurningalistinn sem er tiltölulega nýlegt mælitæki og hefur lítið verið notað hér á landi. Listinn er staðlaður, gerður til að mæla öryggishætti starfsfólks og öryggisanda innan vinnustaða. Hann skiptist í sjö þætti öryggisanda sem samanstanda af 50 staðhæfingum. Svarhlutfall var 61,4% og voru notuð svör 75 þátttakanda við úrvinnslu á niðurstöðum. Helstu niðurstöður sýndu að innan vinnustaðarins er öryggisandi almennt nokkuð góður en með þörf á smá úrbótum. Forgangsröðun í öryggismálum er nokkuð sem útgerðarfélagið ætti að huga betur að en þegar mikið liggur við er eins og mikilvægi öryggis minnki. Áherslan fer yfir á framleiðslu og öryggi kemur þar á eftir. Niðurstöðurnar gefa einnig til kynna að á vinnustaðnum ríki öryggismenning þar sem meiri áhersla er lögð á viðbrögð við slysum eða „næstum því slysum” og hvaða úrbóta er þörf ef slys eiga sér stað heldur en öryggismenning sem leggur áherslu á forvirkar aðferðir í öryggismálum.

Accepted: 
  • May 27, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21678


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Selma Ósk Höskuldsdóttir-Öryggisandi á vinnustöðum- NOSACQ-50.pdf775.96 kBOpenHeildartextiPDFView/Open