is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21681

Titill: 
 • Foreldri með krabbamein: Áhrif á fjölskylduna
 • Titill er á ensku Parent with cancer: Effect on the family
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsóknir sýna að þegar foreldri greinist með krabbamein hefur það víðtæk áhrif á alla fjölskylduna og lífsgæði hennar. Áhrifanna gætir á veika foreldrið, á umönnunaraðila sem oftar en ekki eru makar þess veika sem og á börnin í fjölskyldunni. Sýnt hefur verið fram á að allir fjölskyldumeðlimir geta fundið fyrir alvarlegum áhrifum á andlega og líkamlega heilsu sína þegar fjölskyldan tekst á við sjúkdóminn.
  Tilgangur verkefnisins var að gera úttekt á helstu rannsóknum og fræðilegum samantektum sem gerðar hafa verið á áhrifum þess að vera foreldri og greinast með krabbamein, ásamt áhrifum á umönnunaraðila og börnin í fjölskyldunni. Markmiðið var einnig að kanna hvert hlutverk hjúkrunarfræðinga er í umönnun fjölskyldunnar.
  Heimildaleit fór að mestu fram í rafrænum gagnagrunnum þar sem leitað var ritrýndra heimilda. Leitin var takmörkuð við íslenskar og enskar heimildir frá árinu 2005 - 2015. Auk þess var notast við bækur og eldri heimildir ef þær vörpuðu ljósi á viðfangsefnið.
  Niðurstöður samantektarinnar sýndu að veikir foreldrar upplifa mikla vanlíðan þegar þeir reyna að takast á við sjúkdóminn og foreldrahlutverkið. Reynist það flestum mikil áskorun og algengt er að þeir finni fyrir sektarkennd. Umönnunaraðilar sem einnig eru foreldrar finna fyrir margvíslegum áhrifum vegna álags í umönnunarhlutverki, m.a streitu, andlegri vanlíðan og verri líkamlegri heilsu. Áhrif sjúkdómsins á börn eru einnig margvísleg og geta þau upplifað streitu og sálfélagslega vanlíðan. Mikilvægt er að taka tillit til aldurs barna og þroska þegar þeim er veittur stuðningur vegna veikinda foreldris þeirra. Það þarf jafnframt að taka tillit til sömu þátta þegar börn eru upplýst um veikindi foreldris.
  Til að styðja markvisst við fjölskylduna og hjálpa henni að takast á við slíka erfiðleika er mikilvægt að hjúkrunarfræðingar og annað heilbrigðisstarfsfólk þekki og geri sér grein fyrir áhrifum sjúkdómsins á fjölskylduna sem og hverjar þarfir hennar eru. Þannig geta þeir stuðlað að betri heilsu og líðan fjölskyldunnar.
  Lykilorð: Krabbamein, foreldri með krabbamein, umönnunaraðilar, lífsgæði, fjölskylda, foreldrahlutverk, þarfir.

 • Útdráttur er á ensku

  Studies reveal that when a parent is diagnosed with cancer it can have extensive effect on the whole family and it’s quality of life. This affects the parent diagnosed with cancer, the caregiver who often is the spouse as well and the children in the family. It has been shown that all members of the family may experience serious effects on their mental and physical health when the family is dealing with the disease.
  The aim of this paper was to look into studies and systematic reviews concerning the effect of cancer on parenting, as well as the effect of cancer and cancer treatment on the patient, the spouse and the children in the family, that is on the family as whole. Another aim was to look into the role of nurses in caring for the family.
  A review of literature was mostly conducted in online databases. The search was limited to English and Icelandic sources from the years 2005 to 2015. A few older articles as well as books were used if they shed a light on the subject.
  The results reveal that sick parents may experience distress when dealing with their illness and their parenting role. For most of them this has proven to be great a challenge and it is not uncommon that they experience the feeling of guilt. Caregivers who are also parents can experience extensive effects as a result of strain in the caregiving role for example stress and worsening mental and physical health. The effect of parental cancer on children is complex and they may experience some psychosocial distress. It is important to take into consideration their age and level of maturity when providing them with support and information regarding their parent and the disease they are dealing with.
  To actively support the family and help her cope with difficulties, it is important that nurses and other health care providers know and realise what the effects of the disease are on the family and what the needs are. By doing so they may contribute to better health of the whole family and it’s wellbeing.
  Key words: Cancer, parental cancer, caregivers, quality of life, family, parenting, needs.

Samþykkt: 
 • 28.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21681


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð Edda & Fríða 26.maí.pdf546.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna