Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21685
Hið illa auga, hjátrúin um það að einstaklingur getur orðið fyrir skaða ef glápt er á hann, er útbreidd hjátrú sem er að finna í ýmsum menningarheimum um víða veröld. Í þessari ritgerð verða tekin til skoðunar ýmis þjóðarbrot og trúarbrögð sem aðhyllast þessa hjátrú og reynt að tengja þau við samfélagsleg viðhorf sem eru til um gláp. Rannsóknin var að öllu leyti unnin úr arkýfum (e. archive) þar sem sagnir og opinber trúarrit eru tekin fyrir og borin saman við líffræðilegar og félagslegar hugmyndir um gláp og reynt að finna tengingu þar á milli. Hjátrúin um hið illa auga er áberandi í ýmsum löndum og var því athugað hvort hjátrúin fyndist hér á landi með skimun í Sagnagrunninum. Heimildir um að hjátrúna megi finna hér á landi var ábótavant og lítið sem ekkert fannst. Ljóst var að hjátrúin hafði líklegast sprottið uppúr þeim hugmyndum og gildum sem samfélög höfðu hverju sinni. Einnig virtist virkni hjátrúarinnar viðhalda sér, þótt svo að gömul gildi og hugmyndafræði ættu ekki lengur við. Hjátrúin hefur því umbreyst í eitthvað annað sem höfðar meira til hins upplýsta og tæknivædda samfélags sem við búum í dag.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_Auður_Óskarsdóttir.pdf | 909,42 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |