is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21687

Titill: 
  • Mórar og skottur: Ættardraugar í þjóðsagnasöfnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð skoðar sagnir af íslensku ættardraugunum mórum og skottum eins og þær koma fyrir í þjóðsagnasöfnum, aðallega Íslenzkum þjóðsögum og ævintýrum Jóns Árnasonar. Fyrst er hugtakið sögn skoðað og það skilgreint með tilliti til flokkunnar, sagnafólks, hlutverks og tengsla við þjóðtrú. Næst er bakgrunnur drauganna kannaður, annars vegar út frá tengslum við skyld fyrirbæri í nágrannalöndum og hins vegar með það í huga hver sérstaða íslenskra drauga sé. Hugtakið fylgjur fær sinn undirkafla auk uppvakninga og sendinga. Þar á eftir eru draugarnir sjálfir, útlit þeirra, hegðun og ólíkar birtingarmyndir skoðaðar og sá öfugsnúningur sem birtist bæði í útliti þeirra og hegðun dreginn fram. Tengsl við undirmálsfólk í samfélaginu er kannaður sem og það hvernig sagnirnar gætu hafa verið valdefling þeirra sem minna máttu sín í samfélaginu. Að lokum er athugað hverjir það eru sem fyrir ásóknum drauganna verða, bæði þeir sem fyrstir verða þeirra varir og þeir sem hljóta þá í arf og ástæður þess reifaðar. Að lokum er skoðað hvar samúð sagnanna liggur og komist að þeirri niðurstöðu að hún liggi víða, enda hægt að finna margþætt skilaboð í sögnunum um móra og skottur ef vel er að gáð.

Samþykkt: 
  • 28.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21687


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Mórar og skottur.pdf691.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna