is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21692

Titill: 
  • Jafningjastuðningur fyrir unga krabbameinsgreinda og aðstandendur hjá Stuðningsneti Krafts. Ávinningur jafningjastuðnings
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Árið 2009 setti Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, á laggirnar formlegt stuðningsnet fyrir unga krabbameinsgreinda og aðstandendur. Þar fer sálfræðingur með það hlutverk að halda utan um jafningjastuðning, taka á móti stuðningsbeiðnum, þjálfa stuðningsfulltrúa og veita þeim handleiðslu.
    Rannsókn þessi athugaði hvernig stuðningsþegar upplifa jafningjastuðninginn, hvort þeir væru ánægðir með þjónustuna og hvað skipti máli í viðmóti stuðningsfulltrúa þegar ávinningur af jafningjastuðningi var skoðaður. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 27 talsins og höfðu allir nýtt sér jafningjastuðning hjá Stuðningsneti Krafts á tímabilinu 2009 – 2014. Þættir eins og hlustun og skilningur, hluttekning og samhygð, að deila af reynslu sinni á viðeigandi hátt og hvernig stuðningsþegi gat samsamað sig með stuðningsfulltrúa, voru skoðaðir.
    Niðurstöður sýndu að hlustun og skilningur stuðningsfulltrúa skýrði um 40% af ávinningi jafningjastuðnings en samsömun skýrði minnst, eða um 12% af heildardreifni ávinnings. Niðurstöður sýndu að stuðningsþegar töldu sig hafa ávinning af stuðningnum, meirihluti stuðningsþega var ánægður með þjónustuna og taldi hann hafa aukið aðlögun að breyttum aðstæðum eftir greininguna. Þá kom í ljós að eftirfylgd með jafningjastuðningnum var mjög ábótavant.

Samþykkt: 
  • 28.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21692


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS RITGERÐ_LOKAPRENT.pdf1,71 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna