Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21699
Íó er innst hinna fjögurra svonefndu Galíleótungla sem ganga á sporbraut um Júpíter, stærstu reikistjörnu sólkerfisins. Árið 1979 staðfestu vísindamenn að einkennilegir blettir sem sést höfðu á myndum af yfirborði Íó, sem teknar voru af Voyager geimfarinu, væru afleiðing yfirstandandi eldvirkni á yfirborðinu. Óhætt er að staðhæfa að um einstaka uppgötvun hafi verið að ræða, enda í fyrsta sinn sem mannkyn varð vitni að yfirstandandi eldvirkni á öðrum hnetti. Sökum nálægðar Íó við Júpíter, verður hann fyrir gríðarmiklum flóðkröftum frá gasrisanum. Þessir kraftar valda aflögun á yfirborði Íó og stuðla að mikilli varmaframleiðslu sem veldur bráðnun í innviðum og fóðrar eldvirkni. Hinar virku eldstöðvar birtast almennt sem lægðir í landslaginu, en á yfirborðinu finnst einnig mikill fjöldi afar hárra fjalla, sem flest eiga rætur að rekja til tektónískrar virkni. Lágt hitastig stinnhvolfsins virðist vera lykillinn að því hvernig það er á sama tíma fært um að hleypa í gegnum sig miklu magni af varma og að veita hinum háu fjöllum yfirborðsins undirstöðu. Lofthjúpur Íó er afar þunnur og einkum byggður upp af eldfjallagasinu brennisteinsdíoxíði. Sökum þess hve þunnur hjúpurinn er geta gosmekkirnir, sem gjarnan fylgja eldvirkninni, náð gríðarmikilli hæð. Þrátt fyrir gjörólíkar aðstæður minna birtingarmyndir eldvirkni á Íó um margt á birtingarmyndir eldvirkni á jörðu.
Io is the innermost of the four Galilean moons that orbit Jupiter, the solar system's largest planet. In 1979, mysterious spots seen on images of Io's surface were confirmed to be signs of ongoing volcanic activity. It was a landmark discovery because humans had, for the first time, witnessed ongoing volcanic activity outside the Earth. Because of its close proximity to Jupiter, Io encounters huge tidal forces that cause considerable deformation of its surface and act as a major source of internal heating, leading to the melting of its interior. Io's volcanoes generally appear as depressions while most of its high mountains are tectonic uplifts and not volcanoes. The lithosphere is thought be at a relatively low temperature; cold enough to simultaneously support the high mountains and also let through a significant amount of heat. Io's atmosphere is primarily made up of Sulfur dioxide. It is also very tenuous, so volcanic plumes can reach great heights above the surface. In spite of drastic differences in their environments, volcanism on Io shares many similarities with volcanism on Earth.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BSverkefni.pdf | 6,28 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |