en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2170

Title: 
  • Title is in Icelandic Verndum okkar vini smá : áhrif nándar á tilkynningaskyldu leikskólakennara til barnaverndar
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Samkvæmt barnaverndarlögum nr. 80/2002 hvílir sérstök skylda á þeim er vinna með börnum eða afskipti hafa af málefnum barna að tilkynna til barnaverndarnefnda, ef grunur vaknar að barn búi við óviðundandi uppeldisskilyrði. Því kemur sú staðreynd á óvart hversu fáar tilkynningar koma frá leikskólum til barnaverndarnefnda.
    Markmið rannsóknar sem undirrituð gerði meðal leikskólastarfsmanna var að kanna hvort nánd foreldra og barna við starfsfólk leikskóla hefði áhrif á lága tíðni tilkynninga til barnaverndarnefnda. Reynsla á samstarfi leikskóla við barnaverndarnefndir var líka könnuð. Ákveðið var að leita til þriggja leikskóla sem allir voru staðsettir í mismunandi borgarhlutum til að kanna hvort munur væri á svörum. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð við upplýsingaöflun. Tekin voru viðtöl við sex leikskólastarfsmenn þrír þeirra eru leikskólastjóra og þrír leikskólakennarar. Þátttakendur rannsóknarinnar voru allt konur, meðalstarfsaldur þeirra var 13,6 ár.
    Rannsóknin leiddi í ljós að nánd foreldra og barna við starfsfólk leikskóla hefur áhrif á lága tíðni tilkynninga til barnaverndarnefnda. Reynsla á samstarfi við barnaverndarnefndir var yfirleitt neikvæð, ekki var munur á svörum eftir staðsetningu leikskólans.

Accepted: 
  • Apr 6, 2009
URI: 
  • URI is in Icelandic http://hdl.handle.net/1946/2170


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hildur_lokaritger.pdf280.49 kBOpenHeildartexti PDFView/Open