is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21701

Titill: 
  • Hreinsun að innan og utan: Rannsókn um sweat á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmiðið með ritgerð þessari er að skoða afhverju fólk stundar sweat, út á hvað það gengur og hver viðhorf og upplifanir fólks eru. Auk þess að skoða hugmyndafræðina og söguna sem liggur að baki sweat. Sweat er athöfn að hefðum indjána frá Norður Ameríku. Það hefur verið stundað í margar aldir og er ríkulegur hluti af menningu og sögu þeirra. Sweat er talið vera hreinsandi og iðka indjánar það í hreinlætis og heilunarskyni. Það er nátengt daglegu lífi þeirra. Athöfnin er ein af nokkrum trúarathöfnum þeirra. Á tímum nýaldarhreyfingarinnar dreifðust mismunandi útfærslur af sweat víða um vestrænan heim, um alla Ameríku og Evrópu. Í þrjátíu ár hefur allskonar fólk stundað sweat af ýmsum ástæðum á Íslandi. Til að byrja með var það mest megnis andlega þenkjandi fólk sem aðhyllist hugsunarhætti nýaldarinnar. Viðhorf þeirra einkennist af víðsýni, kærleika og umburðarlyndi og snýst meðal annars um að vinna í sjálfum sér. Vinsældir sweat hafa verið sívaxandi. Í dag virðist vera talsverð eftirspurn eftir því að komast í sweat, bæði í því skyni að hreinsa sig og að hafa gaman. Hóparnir sem stunda sweat virðast verða sífellt fjölbreyttari. Athöfnin fer fram í tjaldi sem minnir helst á skjaldbökuskel, tjaldinu hefur verið líkt við móðurkvið. Í athöfninni er gusað vatni, oft með jurtum, á heita steina til að framkalla gufu og hita. Ákveðnir söngvar eru kyrjaðir í sweatinu meðal annars til að hjálpa fólki með öndun. Fólk upplifir ákveðið tímaleysi og er í svokölluðu flæði, það gleymir oft tíma og rúmi. Það fer í sweat fáklætt, í sundfötum eða jafnvel nakið. Þegar tjaldinu er lokað er algjört myrkur. Í sweati koma allir saman sem jafningjar. Viðtölin sem tekin voru fyrir rannsókn þessa voru um fimm klukkustundir í heildina við fjóra viðmælendur, tvær konur sem stunda sweat reglulega og tvo menn sem halda utan um sweat athafnir á sitthvorum staðnum. Viðmælendurnir eru öll andlega tengd. Þau segja tilganginn með sweat vera að hreinsa anda sinn og líkama í tengslum við náttúrukraftana og að endurfæðast á táknrænan hátt. Þau segja skilið við fortíðina hverju sinni og upplifa sig sem endurnærð að sweat athöfn lokinni. Þau tengjast einnig upprunalegum kjarna sínum og öðlast nýtt upphaf á táknrænan hátt með þökk við móður jörð, forfeður og mæður. Þau finna einnig mikinn mun á húðinni eftir sweat. Samkvæmt þessu upplifa þau töluverða hreinsun að innan og utan. Sweat er heillandi athöfn með sterk tengsl við náttúruna. Athöfnin er athyglisverður farvegur hefða indjána í hinn vestræna heim. Greinilegt er að áhrif indjána, sjamana og nýaldarhreyfingar eru að festa sig í sessi hér á landi.

Samþykkt: 
  • 28.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21701


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð ÞLA.pdf695.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna