is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21707

Titill: 
 • Kynferðislegt ofbeldi og áhrif þess á fæðingarreynsluna. Fræðileg samantekt
 • Titill er á ensku Sexual violence and it's effect on the birth experience. Systematic review
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Talið er að ein af hverjum þremur til ein af hverjum fimm konum á Íslandi hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi um ævina. Vegna þess hve algengt slíkt ofbeldi er má búast við að flestir hjúkrunarfræðingar muni í starfi sínu sinna konum með slíka reynslu. Fullyrða má að meðganga og fæðing sé ein mikilvægasta upplifun í lífi hverrar konu. Miklu máli skiptir því að fæðingarreynslan sé jákvæð og valdeflandi.
  Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var að skoða hvort sú reynsla að hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi hefði áhrif á fæðingarreynslu kvenna og hvort þörf væri fyrir sérstök úrræði í barneignarferlinu fyrir konur sem hafa orðið fyrir slíku ofbeldi.
  Heimildaleit fór fram í gegnum gagnagrunnana ScienceDirect, PubMed, Scopus, Cinahl og Google Scholar. Til að dýpka skilning á efninu las höfundur einnig bækur og hlustaði á fyrirlestra sem tengdust viðfangsefninu.
  Niðurstöður samantektarinnar gáfu til kynna að konur sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi þjást oftar af kvillum sem bera með sér aukna áhættu á meðgöngu en konur sem ekki hafa orðið fyrir slíku ofbeldi. Þannig geta afleiðingar kynferðislegs ofbeldis haft óbein áhrif á fæðingarreynslu. Konur sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi glíma einnig oftar við andlega vanlíðan bæði á meðgöngu og eftir fæðingu en aðrar konur og gætir áhrifanna ekki einungis hjá konunum heldur einnig hjá börnum þeirra.
  Vegna þess hve alvarlegar afleiðingar kynferðislegt ofbeldi getur haft á heilsufar kvenna er mikilvægt fyrir hjúkrunarfræðinga að þekkja einkenni og afleiðingar ofbeldisins. Þannig geta hjúkrunarfræðingar borið kennsl á þessar konur og hvatt þær til að vinna úr reynslu sinni áður en að barneignum kemur. Hjúkrunarfræðingar eru einnig í lykilstöðu þegar kemur að því að bera kennsl á andlega vanlíðan eftir fæðingu og erfiðleika við tengslamyndun milli móður og barns.

 • Útdráttur er á ensku

  It is estimated that 1 in every 3 to 1 in every 5 women in Iceland has experienced sexual violence in their lifetime. Because of the prevalence of such violence an assumption can be made that most nurses will in their job tend to women who have this experience. Pregnancy and childbirth can be assumed to be one of the most important experience in the life of every woman. It is therefore very important that the birth experience is a positive and empowering one.
  The purpose of this systematic review was to see if the experience of sexual violence impacted women’s birthing experience, and if special health care resources should be made available to women who have experienced such violence, during pregnancy and childbirth.
  Sources were found through Science Direct, PubMed, Scopus, Cinahl and Google Scholar. The author also read books and listened to lectures related to the subject in order to deepen her understanding of the material.
  The results of this review indicated that women who have experienced sexual violence more often suffer from disorders increasing risks during pregnancy than women who have not suffered such violence. Thus the consequences of sexual violence can influence their experience of childbirth. Women who have suffered sexual violence also struggle more often with mental distress during and after pregnancy than other women, and this impacts not only the women themselves, but their children as well.
  Due to the serious consequences of sexual violence on women’s health it is very important that nurses recognize the symptoms and consequences of sexual violence. They can then identify these women and encourage them to seek help before they start having children. Nurses also hold a key position regarding the identification of mental distress after childbirth and difficulties related to the attachment process between mother and child.

Samþykkt: 
 • 28.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21707


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kynferðislegt ofbeldi og fæðingarreynslan.pdf415.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna