is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21709

Titill: 
  • Frostþol ungrar steypu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um áhrif frosts á steypu með áherslu á unga steypu. Fyrst er tekin saman staða þekkingar á þessu sviði þar sem byggt er á bæði innlendum og erlendum heimildum. Skoðað var hvaða ferli eigi sér stað þegar steypa frýs og hvernig helstu skemmdir lýsa sér, fjallað um reikniaðferðir til að meta hitaáhrif á þrýstistyrk steypu, hvernig frostþol er skilgreint og loks hvaða ráðstöfunum megi beita til að draga úr frostskemmdum. Þar á eftir er meginviðgangsefni rannsóknarverkefnisins lýst sem fólst í að steypa og prófa 210 sívalninga, 22 teninga og 1 plötusýni. Sýnin voru látin harðna við 12 mismunandi umhverfisaðstæður þar sem umhverfishitastigi var breytt á milli tilrauna. Hver tilraun samanstóð af mislöngum tímabilum af +5°C, -5°C og +20°C hitastigsköflum. Gerðar voru mælingar á þrýstiþoli steypunnar og yfirborðsflögnun við mismunandi aldur hennar auk þess að mæla hitastig samfellt á meðan hitabreytingar áttu sér stað. Meginniðurstaðan var að frostakafli sem ung steypa lendir í lækkar töluvert þrýstistyrk samanborið við sýni sem fá kjöraðstæður. Eftir 90 daga er munurinn þó minni en við 28 daga. Marktækur munur er á hvort steypa frýs í 12 tíma eða 24 tíma. Verulega dregur úr yfirborðsflögnun ef steypa fær að harðna í sólahring eða lengur við +5°C áður en hún lendir í frosti. Fyrirliggjandi reikniaðferðir við mat á þrýstistyrk sem taka tillit til hitastigsbreytinga við hörðnun steypu gefa niðurstöður sem eru í ágætu samræmi við mælingar.

Styrktaraðili: 
  • B.M. Vallá hf.
    Steypustöðin ehf.
    Verkís hf.
Samþykkt: 
  • 28.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21709


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Frostþol_ungrar_steypu.pdf8.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna