is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2171

Titill: 
  • Ofbeldi gegn börnum : það á ekki að vera sárt að vera barn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er unnið sem lokaverkefni til B.Ed. gráðu í leikskólafræði við Háskóla Íslands á Menntavísindasviði á haustönn 2008. Í verkefninu er tekið fyrir ofbeldi gegn börnum, mismunandi birtingarform þess, s,s vanræksla, líkamslegt,andlegt og kynferðislegt ofbeldi. Ofbeldi gegn börnum er mjög alvarlegt brot og hefur það mikil áhrif á líf barnsins . Ofbeldi gegn börnum fyrirfinnst hvar sem er í heiminum, meira segja hér á ,,litla” Íslandi. Okkur fullorðnu ber lagalega skylda til þess að vernda og hlúa að börnum okkar. Afleiðingar af ofbeldi sem barn þarf að glíma við alla sína ævi getur birst í mörgum myndum s.s. þunglyndi, brotinni sjálfsmynd, fíkniefnaneyslu, sjálfsvígstilraunum og þau geta átt erfitt með félagsleg tengsl og fl. Þegar uppeldisskilyrði barna er ábótavant eiga barnayfirvöld að grípa inn í og sjá til þess að á rétti barnsins sé ekki brotið. Starfsfólk leikskóla og aðrir starfsmenn stofnana sem vinna með börnum þurfa að vera meðvitaðir og reiðubúnir að takast á við barnaverndarmál ef slík mál koma upp. Þeim og öðrum í samfélaginu ber lagaleg skylda til að tilkynna til barnaverndaryfirvalda ef þeir hafa minnsta grun um að barn sé beitt ofbeldi. Tilkynningaskyldan er forsenda þess að unnt sé að taka mál föstum tökum og því ættu starfsmenn aldrei að hka við að fara þá leið. Það er mikilvægt að leyfa barninu að njóta vafans og láta fagaðila um að meta hvort þörf sé á frekari aðgerðum eða ekki. Betra er að tilkynna einu málinu fleira en færra. Ástæðan fyrir efnisvalinu er sú að mér finnst mig skorta meiri upplýsingar og þekkingu á því hvernig ég eigi að bregðast við ef upp kæmi mál um ofbeldi gegn barni í mínu starfi. Þá væri ég reiðubúnari að takast á við málið á faglegan hátt. Því ákvað ég að afla heimilda um þetta málefni í von um að það auki bæði fræðslu og þekkingu fyrir mig og aðra starfsmenn sem vinna með börnum.
    Lykilorð: Ofbeldi gegn börnum.

Samþykkt: 
  • 6.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2171


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf386.09 kBLokaðurOfbeldi gegn börnum - heild PDF