is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21711

Titill: 
  • Yfirlit yfir tengsl áfallastreituröskunar við áfengis- og vímuefnaröskun í kjölfar kynferðisofbeldis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Áfallastreituröskun og áfengis- og vímuefnaröskun geta verið afleiðingar kynferðisofbeldis, sem og samsláttur þeirra á milli. Með þessari ritgerð var tekið saman hvaða tilgátur hafa verið settar fram um hvernig tengslunum sé háttað í kjölfar kynferðisofbeldis. Jafnframt var skoðað sérstaklega hver áhrif kynferðislegrar misnotkunar í æsku væru á þessi tengsl. Niðurstöður samantektarinnar sýndu að verði einstaklingur fyrir kynferðisofbeldi, hvort sem það er í æsku eða á fullorðinsárum, sé hann útsettari fyrir því að þróa með sér annað hvort eða bæði áfallastreituröskun og áfengis- og/eða vímuefnaröskun. Samsláttur milli þessara raskana er þó gagnverkandi, annars vegar nota einstaklingar vímuefni til þess að draga úr vanlíðan og einkennum áfallastreituröskunar í kjölfar kynferðisofbeldis, hins vegar gerir vímuefnaneysla einstakling útsettari fyrir því að verða fyrir kynferðisofbeldi og afleiðingar þess geta verið áfallastreituröskun. Mikilvægt er að vera vakandi fyrir afleiðingum kynferðisofbeldis og tengslum þess við þróun áfallastreituröskunar og áfengis- og vímuefnaröskunar samhliða. Sérstaklega meðal þeirra sem leita meðferðar vegna áfengis- og vímuefnaneyslu þar sem tíðni samsláttar við áfallastreituröskun er hærri meðal þeirra en í almennu þýði. Mikilvægt er að taka tillit til þessara tengsla og huga að því að veita meðferð við einkennum áfallastreituröskunar þar sem þau spá fyrir um misnotkun áfengis og vímuefna.

Samþykkt: 
  • 28.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21711


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlit yfir tengsl áfallastreituröskunar við áfengis- og vímuefnaröskun í kjölfar kynferðisofbeldis.pdf535.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna