is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21715

Titill: 
  • Bágt er að berja höfðinu við steininn: Um tengsl skammtíma- og langtímaafleiðinga heilaáverka
  • Titill er á ensku On harmful effects of banging one's head against a brick wall: Prognostic factors of longterm outcomes after traumatic brain injury
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Heilaáverkar (e. traumatic brain injury) geta orðið þegar utanaðkomandi kraftar verka á heilann og geta þeir valdið breytingu á byggingu heilans eða starfsemi hans og haft meðal annars áhrif á meðvitund og minni einstaklings. Í kjölfar heilaáverka geta einstaklingar sýnt skammtíma- og langtímaeinkenni. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort fjöldi höfuðhögga sem einstaklingur hefur fengið, þyngd og alvarleiki höggs sem og fjöldi skammtímaafleiðinga geti spáð fyrir um langtímaafleiðingar. Gagna var aflað með sjálfsmati á spurningalistum. Þátttakendur í rannsókninni voru 472 en við úrvinnslu gagna voru einungis svör þeirra þátttakenda notuð sem höfðu hlotið höfuðhögg og sem svöruðu öllum spurningum sem tengdust áhrifabreytunum, sem voru 183 þátttakendur. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að alvarleiki höfuðhöggs og fjöldi skammtíma-afleiðinga gætu spáð fyrir um langtímaafleiðingar. Ekki var hægt að staðfesta að fjöldi höfuðhögga sem einstaklingur hefur hlotið og þyngd höggs hefðu áhrif á langtímaafleiðingar. Þetta er ekki í samræmi við niðurstöður fyrri rannsókna sem hafa bent til þess að allir fjórir þættirnir geti spáð fyrir um langtímaafleiðingar. Niðurstöðurnar undirstrika mikilvægi þess að samræma matstæki fyrir alvarleika heilaáverka ásamt því að þróa matstækin frekar svo auðveldara sé að aðgreina alvarleikastig áverkanna. Auk þess sýnir þetta hversu brýnt það er að huga að skammtímaafleiðingum fljótlega eftir heilaáverka, því ef ekki er komið í veg fyrir þessar afleiðingar eða brugðist við þeim geta þær aukið líkurnar á langvarandi veikindum.

Samþykkt: 
  • 28.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21715


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bágt er að berja höfðinu við steininn.pdf778.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna