Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21716
Straumlínustjórnun í byggingariðnaði hefur rutt sér til rúms á síðustu árum með tilkomu nýs verkfæris the Last Planner® System (LPS). LPS er framleiðslustjórnunarkerfi sem gerir áætlanagerð að kerfisbundnum þætti við verkefnastýringu framkvæmda. Kerfið leitast eftir að auka stöðugleika í framleiðslu með áreiðanlegri verkáætlanagerð. LPS virkjar alla stjórnendur í skipulaginu og tryggir að teymisvinna sé höfð að leiðarljósi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvort innleiðing á LPS mundi bæta verkefnastýringu í byggingarframkvæmd og því var LPS innleitt hjá verktaka við byggingu Hverahlíðarlagnar. Árangur innleiðingarinnar var mældur útfrá því hversu vel gekk að greina ástæður þess að verkþættir kláruðust ekki og hversu vel skipuleggjendum gekk að búa til áreiðanlegar áætlanir úr frá svokölluðum PPC mælikvarða sem segir til um fjölda verkþátta sem klárast á áætlun. Einnig var árangur skoðaður út frá umsögnum þeirra sem komu að því að vinna með kerfið eða höfðu yfirsýn yfir framkvæmdina. Í ljós kom að slæm veðurskilyrði á verktíma hömluðu framvindu verks og innleiðingar kerfisins. Þrátt fyrir það var verkefnastýring áreiðanlegri sem sjá má á því að PPC mælingar fóru frá 56% fyrri hluta tímabils upp í 69% og þegar veður er tekið út fyrir mengið að þá varð þróunin 70% upp í 78%. Einnig urðu stjórnendur verktaka og verkkaupa varir við jákvæða þróun í verkefnastýringu með tilkomu LPS samanborið við fyrri aðstæður.
Lykilorð:
Byggingarverkfræði
Straumlínustjórnun
Lean Construction has been gaining popularity since the introduction of the Last Planner® System (LPS). LPS is a production control system which turns scheduling into a systematic process in the project management. The system seeks to enhance stability in production with reliable planning procedures. The main focus of the system is teamwork, which is accomplished by involving every manager of the organization in the planning process. The purpose of this study was to investigate whether an LPS implementation would improve project management during a construction phase. LPS was implemented by a general contractor in the construction of a pipeline for a geothermal power plant. The success of the implementation was measured by determining why work phases were incomplete and how well managers were at making a reliable plan using Percent Plan Complete (PPC). Success was also viewed through feedback from those using LPS and those with a complete overview of the project. It came to light, that bad weather conditions during the project slowed production and had a negative effect on the implementation of the LPS system. In spite of that, project planning was made more reliable. PPC measurements went from 56% in the first phase and to 69% during the second phase. When weather was omitted, the PPC development was 70% to 78%. The contractor and owner believed that a positive development was made in the project management with the introduction of LPS compared to previous conditions.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Straumlínustjórnun í byggingariðnaði.pdf | 23.14 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |