is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21720

Titill: 
 • Tannplantar í tannsmíði, sjúklingatilfelli og myndræn kennsla
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Ritgerðin er þríþætt, í fyrsta lagi er varpað ljósi á notkun kennslumyndbanda í verklegu námi með áherslu á tannsmíði, í öðru lagi er sjónum beint að sögu tannplanta og smíði tanngerva í þeim tilfellum sem slíkt hentar sem meðferðarmöguleiki, í þriðja og síðasta lagi er tannsmíðahluta raunverulegs sjúklingatilfellis í Tannlæknadeild Háskóla Íslands (THÍ) lýst, þar sem notuð er tannplanta meðferð. Hliðarafurð þessa BS lokaverkefnis er framleiðsla kennslumyndbands sem sýnir skref fyrir skref formlegan verkferil sem á sér stað við smíði og framleiðslu lækningatækis í mannslíkamann, sem í þessu tilfelli er heilpostulínskróna (e. Zirconium) á tannplanta.
  Aðferðir: Fræðileg samantekt um kennslumyndbönd og tannplanta byggir á heimildaöflun úr gagnsöfnum sem geyma ritrýndar rannsóknargreinar um nám, kennslu, tannlækningar og tannsmíði. Upplýsingar um sjúklingatilfelli voru unnar með leyfi deildarforseta Tannlæknadeildar, í samráði við tannlæknanema sem annaðist meðferðina og með samþykki sjúklings. Þær voru skráðar sem texti í formi smíðaáætlunar, teknar voru bæði klínískar ljósmyndir og kvikmynd af meðferðinni. Verklegur hluti tannsmíðinnar var unnin í samvinnu við tannsmiði starfandi innan og utan Háskóla Íslands.
  Samantekt: Rannsóknir sýna fram á að notkun verklegra myndbanda hafi árangursrík áhrif á nám nemenda, nemendur telja sjálfir að notkun þeirra setji hlutina í betra samhengi. Verkleg lýsing á sjúklingatilfelli gefur heildrænt yfirlit yfir verkferil tannlæknis og tannsmiðs. Kennslumyndbandið fylgir hluta af klínískri vinnu í upphafi og fylgir svo verkferli tannsmíði til enda þar til tanngervið er endanlega fest í munn. Myndbandið Tannplantar í tannsmíði er upplýsandi fyrir sjúklinga um þann feril sem á sér stað í tannplanta meðferð og mun nýtast nemendum Tannlæknadeildar sem námsefni. Það er von höfundar að lokaverkefnið muni auka skilning áhugasamra á tannplöntum og tannsmíði og sýni góðan árangur samvinnu tannheilsuteymisins í meðferð sjúklinga.

 • Útdráttur er á ensku

  Purpose: The paper is threefold, firstly it highlights the use of instructional videos in practical education with a focus on the dental technology profession, secondly it focuses on the history of dental implants, and their potentials as treatment solutions for the construction of dental implant prosthesis, the third and last is description of the dental technician part in a implant treatment of a patient at the Faculty of Odontology. The corresponding product of this B.Sc. thesis is the production of a step-by-step instructional video of formal workflow manufacturing a dental crown (e. Zirconium) on a implant as a medical device.
  Methods: Theoretical summary of how-to videos and implants based on sources for the data collections containing peer-reviewed research articles on learning, teaching, dentistry and prosthetic dentistry. In this case study the patient gave full consent to public use of necessary information, and permission was obtain from the Dean of Faculty of Odontology at the University of Iceland for this project. The production was in cooperation with faculty members at the dental clinic and a dental medical student in charge of patient treatment. The clinical and dental laboratory research data was collected as text, clinical photographs and filmed. The manufacturing of the dental crown was in collaboration with dental technicians operating within and outside the University.
  Summary: Studies show that the use of practical videos has effective influence on student learning, and help them seeing the whole picture in a better perspective. Practical description of patient treatment provides holistic overview of the cooperation of the dental team. The instruction video Tannplantar í tannsmíði shows actual patient treatment from beginning to the end, and all parts of the treatment are described. The thesis and the video are informative for both patients and students and gives overview of a simple implant treatment. The author hopes the thesis and video will be educational and give a glimpse of the cooperation of the dental team in patient treatment.

Samþykkt: 
 • 29.5.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21720


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tannplantar.pdf866.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna