is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21729

Titill: 
  • Kæliferlar heils þorsks
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kæling er einn af meginþáttum réttrar aflameðferðar um borð í fiskiskipum til að tryggja að þau geti landað gæðahráefni. Næg kæling lengir ferskleikatímabil hráefnis, seinkar dauðastirðnun og hægir á öllum skemmdarferlum. Í fjölda ára hefur flöguís verið sá kælimiðill sem helst hefur verið notaður um borð í bátum við kælingu og geymslu fersks þorsks. Síðustu ár hefur þó vökvaís verið að ryðja sér til rúms vegna mikillar kæligetu, en hröð kæling tryggir ennfremur hráefnisgæðin. Áður hefur verið sýnt fram á yfirburði vökvaíss gagnvart flöguís hvað varðar tíma í kælingu niður fyrir 0°C. Markmið þessa verkefnis var að greina almennt verklag á smábátum og kæliferla um borð. Auk þess voru í landi framkvæmdar mælingar á kjarnhitastigi í slægðum og óslægðum heilum þorski. Farið var í veiðiferðir með smábátum frá Bolungarvík þar sem hitaferlar og almennt verklag voru greind. Í landi var þorskur flokkaður eftir stærðum bæði slægður og óslægður sem kældur var í vökvaís annars vegar og flöguís hinsvegar. Kjarnhitastigsmælingar í hnakkastykkjum og stirtlum voru notaðar til þess að bera saman kælimiðlana. Helstu niðurstöður eru þær að mælanlegur munur er á milli kælihraða slægðs og óslægðs heils þorsks og er sá munur áberandi meiri í vökvaís. Þá sýndu mælingar fram á mikinn mun á kjarnhitastigi milli stirtlu og hnakkastykkis. Heildar varmaflutningsstuðull og varmaburður frá yfirborði heilla þorska var reiknaður út frá niðurstöðum mælinga.

  • Útdráttur er á ensku

    Proper cooling is a major factor and a key to good quality and high market value of seafood. Correctly managed cooling procedure extends the shelf life of raw material by delaying rigor mortis and slowing down bacterial activities in the fish. Flake ice was for many years almost the sole coolant for fish on board Icelandic fishing ships. Another coolant, Slurry ice, cools down the raw material much faster than flake ice does. Earlier resources comparing Flake ice and Slurry Ice confirm that. The aim of this project was to watch and analyse how fish was handled on board fishing ships, including the cooling procedure. Data for this part of the project was collected on fishing trips on small boats from Bolungarvík. Ashore, temperature measurements were made on whole round and gutted cods kept in flake ice versus slurry ice. Core temperature in loins and tails were used to compare these two coolants. Main results show that there is a measurable difference in cooling speed between whole round and gutted cods kept in slurry ice versus flake ice. Measurements show as was expected a difference in core temperature between loins and tails. Heat transfer coefficient and heat convection from surface area of whole cods was calculated from data results.

Samþykkt: 
  • 29.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21729


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hjalti Steinþórsson meistararitgerð.pdf28.26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing Hjalti.pdf50.85 kBLokaðurYfirlýsingPDF