is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21735

Titill: 
  • Græn þök á Íslandi. Greining á vatnsheldni grænna þaka miðað við íslenska veðráttu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt, annars vegar að leggja grunn að úrbótum í hönnun grænna þaka á Íslandi og nota til þess erlenda fyrirmynd og í öðru lagi að hanna og byggja tilraun til þess að meta vatnsheldni grænna þaka á Íslandi. Fimm mismunandi tilraunaþök voru notuð í rannsókninni, eitt bárujárnsþak og fjögur græn þök. Tvö af grænu þökunum voru hönnuð samkvæmt erlendri fyrirmynd bæði með úthagatorfi og grastorfi. Hin voru samsett á sama hátt og hefur tíðkast hérlendis (hefðbundna aðferðin) bæði með úthagatorfi og grastorfi. Bárujárnsþakið, var hugsað sem samanburðarþak þar sem megnið af úrkomunni sem fellur á það verður að afrennsli. Út frá þessari rannsókn má sjá að græn þök sýna fram á vatnsheldnieiginleika í íslenskri veðráttu og mældist hún að meðaltali á bilinu 17 – 56 % fyrir öll tilraunaþökin. Það mátti þó sjá mikinn mun á milli grænu tilraunaþakanna og sýnir það að uppbygging þakanna skiptir mjög miklu máli þegar kemur að vatnsheldni. Gróðurlagið hafði mikið að segja varðandi vatnsheldnina þar sem þökin með grastorfinu sýndu fram á mun hærri meðal vatnsheldni eða á bilinu 42-56 % heldur en þökin með úthagatorfi sem voru með vatnsheldni á bilinu 17 – 23 %. Það reyndist ekki mögulegt að sýna fram á hvaða hönnun grænna þaka hefði hærri vatnsheldni, hefðbundna aðferðin eða hönnun að erlendri fyrirmynd, þar sem úrtak mæligagna var of lítið. Sama mátti segja með fylgni milli veðurþátta og vatnsheldni tilraunaþakanna þar sem það reyndist erfitt að sýna fram á að vatnsheldni sé háð vindhraða eða hitastigi vegna lítils úrtaks af mæligögnum.

Samþykkt: 
  • 29.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21735


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Græn þök á Íslandi.pdf7.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna