is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21740

Titill: 
  • Hugsanastjórn í áráttu- og þráhyggjuröskun, félagsfælni og samanburðarhóp. Rannsókn í úrtaki háskólanema
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna hugsanastjórn í áráttu- og þráhyggjuröskun, félagsfælni og í samanburðarhóp. Það var gert með hugsanafrávísunarverkefni þar sem skipta átti út hugsun fyrir aðra. Alls voru þátttakendur 58 talsins; 19 með áráttu- og þráhyggjuröskun, 19 með félagsfælni og 20 í samanburðarhóp. Rannsóknin samanstóð af tveimur komum til rannsakanda. Í fyrri komu gáfu þátttakendur upp bakgrunnsupplýsingar og svöruðu sex spurningalistum um geðræn einkenni. Að auki var geðgreiningarviðtalið MINI lagt fyrir. Í seinni komu svöruðu þátttakendur spurningalistum um þáverandi líðan, skrifuðu niður uppáþrengjandi hugsun og svöruðu spurningalista út frá hugsuninni. Þá tóku þeir þátt í tölvustýrðu verkefni þar sem skipta átti út þremur tegundum hugsana (persónulegri uppáþrengjandi, staðlaðri uppáþrengjandi og hlutlausri) fyrir hlutlausa hugsun. Tölvustýrða verkefnið spannaði þrjár lotur og svöruðu þátttakendur spurningum tengdum verkefninu að lokinni hverri lotu. Niðurstöður rannsóknar voru að þátttakendur áttu almennt erfiðara með að stjórna uppáþrengjandi hugsunum en hlutlausri. Það kom fram í lengri frávísunartímum og mati þátttakenda á hugsununum og endurkomu þeirra. Þátttakendur með áráttu- og þráhyggjuröskun sem skoruðu hátt á spurningalista OBQ-44 voru lengur að vísa frá persónulegri uppáþrengjandi hugsun en þátttakendur með áráttu- og þráhyggjuröskun sem skoruðu lágt á honum. Meðaltöl gefa til kynna að fólk með áráttu- og þráhyggjuröskun eigi erfiðara með að vísa uppáþrengjandi hugsunum frá og uppáþrengjandi hugsanir komi oftar upp þegar hugsa á aðra hugsun. Því bendir margt til að fólk með áráttu- og þráhyggjuröskun eigi erfiðara með stjórn uppáþrengjandi hugsana en fólk með félagsfælni og fólk án geðröskunar.

Samþykkt: 
  • 29.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21740


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sævar_Þór_Sævarsson.pdf539,96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna