Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21743
Samkvæmt skilgreiningu á hugtakinu einelti þarf að vera til staðar endurtekið ofbeldi frá einum einstaklingi eða hópi einstaklinga gagnvart öðrum sem er minni máttar. Hegðun gerandans er slík að hann ætlar sér að særa viðkomandi andlega eða líkamlega. Einnig þarf að vera til staðar mismunur á milli geranda og þolanda sem gerir gerandann áhrifameiri og sterkari félagslega heldur en þolandann. Það er sífellt að koma betur í ljós með rannsóknum hverjar afleiðingar eineltis eru og hvað þarf að hafa í huga til að koma í veg fyrir einelti. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt fram á það að þeir sem eru lagðir í einelti finna fyrir meiri streitu, verri andlegum og líkamlegum lífsgæðum, auknum einkennum þunglyndis og lægra sjálfsmati. Börn og unglingar sem skera sig úr félagslega, m.a. vegna offitu, óvissu um kynhneigð og ADHD, eru líklegri til að vera lögð í einelti. Lítið er um rannsóknir á afleiðingum eineltis á Íslandi og var þessi rannsókn gerð til að athuga tengsl eineltis við heilsu, líðan og verki. Einnig var athugað hvort þung börn séu frekar lögð í einelti.
Í rannsókninni var notuð spurningakönnun WHO og HBCS (hbcs.org). Spurningarlistinn var lagður fyrir öll skólabörn í 6.-, 8.- og 10.bekk í grunnskóla árið 2009/2010. Spurningarkönnunin er hluti af alþjóðlegri rannsókn og því voru sömu spurningar lagðar fyrir í 44 löndum. Í þessari rannsókn var úrtakið 11382 börn og unglingar, 9621 svöruðu spurningu um einelti, 1965 svöruðu ekki. Fjöldi stúlkna sem svöruðu var 4793 og fjöldi stráka sem svöruðu var 4709.
Niðurstöðurnar voru á þá leið að þeir sem voru lagðir í einelti mátu heilsu sína og lífsánægju verri og sálvefræn einkenni algengari heldur en þeir sem voru ekki lagðir í einelti. Þetta átti við alla aldurshópa, en 15 ára börn sem lögð voru í einelti komu verst út í heilsu og lífsánægju. Einnig voru auknar líkur á einelti með hærri BMI stuðli.
Bullying is defined as intentional and repeated infliction of injury or discomfort by a more powerful person or group against a less powerful person. It is becoming increasingly clearer with research what the implications of bullying are and what to keep in mind to prevent bullying. Studies have shown that victims of bullying feel more stress, worse mental and physical quality of life, increased symptoms of depression and lower self-esteem. Children and adolescents who have stigmatizing characteristics and attributes that are socially devalued like obesity, uncertainty about sexuality and ADHD are more likely to be bullied. There is little research on the consequences of bullying in Iceland and this study was done to examine the relationship between bullying and health, well-being and psychosomatic pain. It was also tested whether heavy children are more likely to be bullied.
The study used questionnaires from WHO and HBCS (hbcs.org). The questionnaires were submitted to all school children in 6th, 8th and 10th grade in the year of 2009/2010. The survey is a part of an international study and the same questions were submitted in 44 countries. In this study the sample was 11,586 children and adolescents, 9621 responded to a question about bullying, 1965 did not respond. The number of girls who responded was 4,793 and the number of boys who responded was 4709.
The results were that the students that were bullied were more likely to evaluate their health and life satisfaction worse and psychosomatic symptoms more common than those who were not bullied, this was evident in all age groups. Adolescents 15 years of age who were bullied were the most vulnerable to effects on health and well-being. There was also an increased likelihood of bullying of children with a higher BMI index.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Helena Rún Pálsdóttir.pdf | 1.43 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |