is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21746

Titill: 
  • Áhrif ADHD einkenna á aðlögunarfærni barna með röskun á einhverfurófi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Frá og með nýrri útgáfu DSM er nú leyfilegt að greina athyglisbrest með ofvirkni samhliða röskun á einhverfurófi. Aðlögunarfærni barna með röskun á einhverfurófi er lakari en hugræn geta þeirra. Þessari rannsókn er ætlað að meta hvort og hvernig ADHD einkenni hjá börnum með röskun á einhverfurófi hafi áhrif á aðlögunarfærni þeirra. Þátttakendur voru 125 börn á aldrinum 7-12 ára sem greind voru með röskun á einhverfurófi á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins á árunum 2008-2010. Notuð voru gögn þeirra sem voru með fyrirliggjandi niðurstöður foreldra- og kennaramats á ADHD-listanum en mat kennara vantaði fyrir tvo þátttakendur. Heildartala foreldra- og kennaramats á ADHD-listanum var notuð til þess að skoða hvort aðlögunarfærni skertist með auknum ADHD einkennum. Notuð var einföld aðfallsgreining til þess að meta samband breytanna. Niðurstöður leiddu í ljós að línulegt samband er á milli mats foreldra og aðlögunarfærni en samband á mati kennara og aðlögunarfærni reyndist ómarktækt.

Samþykkt: 
  • 29.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21746


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigrún Á Arngrímsdóttir. Áhrif ADHD einkenna á aðlögunarfærni barna með röskun á einhverfurófi.pdf389.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna