Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21755
Þegar fjallað er um fíkn er það yfirleitt í sambandi við inntöku vímuefna. Annað viðhorf sem komið hefur fram er að vanabindandi atferli geti valdið sömu einkennum hjá einstaklingum og fíkn sem felur í sér inntöku vímuefna. Þessi vanabindandi atferli hafa verið nefnd hegðunarfíkn, en undir það hugtak fellur meðal annars kaupfíkn. Kaupfíkn felur í sér óhóflegar athafnir tengdar kaupum sem valda neikvæðum afleiðingum fyrir einstaklinginn. Í þessari ritgerð verður byrjað að fjalla um vímuefnaraskanir, hegðunarfíkn og einkenni þessara hugtaka. Í kjölfarið verður greint frá gögnum sem styðja þá kenningu að hegðunarfíknir séu sambærilegar vímuefnaröskunum og ættu því að teljast til fíknar. Að lokum verður fjallað ítarlega um kaupfíkn og stöðu hugtaksins í dag.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Birna Ýr Magnúsdóttir.pdf | 529.97 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |