is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/21762

Titill: 
  • Snemmíhlutun í geðrofssjúkdóma : notagildi og árangur snemmíhlutunar í geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. prófs í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur rannsóknar er að meta áhrif snemmíhlutunar á einstaklinga með geðrofssjúkdóm og hvernig einstaklingurinn sjálfur upplifir meðferðina. Einnig er tilgangurinn að meta þann ávinning sem næst með snemmíhlutun. Rannsóknarspurningarnar sem leitast verður svara við eru: Hver er upplifun einstaklinga á snemmíhlutun í geðrofssjúkdómum? Hver er ávinningur þess að beita snemmíhlutun við meðferð ungs fólks í fyrsta geðrofi? Hvaða áhrif hefur snemmíhlutun á meðferðarheldni?
    Erlendar rannsóknir hafa leitt í ljós að notagildi og árangur snemmíhlutunar er mjög mikill. Snemmíhlutun hefur skilað sér í færri ótímabærum dauðsföllum, betri meðferðarheldni, meiri þátttöku í samfélaginu, færri bakslögum, styttri tíma ómeðhöndlaðs geðrofs og umfram allt bættum lífsgæðum og sparnaði fyrir þjóðfélagið.
    Notuð verður eigindleg aðferðafræði byggð á fyrirbærafræði Vancouver skólans. Viðtöl verða tekin við 9-12 einstaklinga sem fengið hafa snemmíhlutunar meðferðarform á Laugarásnum - meðferðargeðdeild í að lágmarki 4 ár. Þátttakendur þurfa að vera á aldursbilinu 22-30 ára, hafa geðrofssjúkdóms greiningu og vera meðferðarheldnir.
    Þörf er á eigindlegum rannsóknum á Íslandi til að meta árangur sérstakra meðferðarúrræða eins og snemmíhlutunar. Gagnreynd þekking og nýjar rannsóknir stuðla að stöðugri þróun meðferðarúrræða og bættri þjónustu. Með íslenskum rannsóknum myndu gæði geðheilbrigðisþjónustu hér á landi aukast, sem er einn tilgangur þessarar rannsóknar.

  • Útdráttur er á ensku

    This research plan is a bachelor’s degree thesis in Nursing at the University of Akureyri. The purpose of the study is to evaluate the effects of early intervention on individuals with schizophrenia and how the individual himself or herself experiences the treatment. The purpose is also to evaluate the benefits gained with early intervention. The research questions that will be asked are: What are the individuals’ experiences on early intervention for schizophrenia? What are the benefits of applying early intervention in the treatment of young people in first episode of psychosis? What is the impact of early intervention on adherence?
    Foreign studies have revealed that the usefulness and results of early intervention is very high. Early intervention has resulted in fewer untimely deaths, better medicines adherence, more participation in society, fewer relapses, shorter time of untreated psychosis and, most of all, better quality of life and more savings for society.
    Qualitative methodology based on the phenomenology of the Vancouver school will be used. Interviews will be done with 9-12 individuals who have received early intervention treatment at Laugarásinn - psychiatric ward for at least 4 years. The participants have to be between the ages of 22-30 years old, be diagnosed with schizophrenia and be adherent.
    Qualitative research is needed in Iceland to evaluate the success of specialised treatment methods such as early intervention. Evidence-based and new research contributes to steady development of treatment methods and improved service. With Icelandic research the quality of mental health services in Iceland would increase, which is one purpose of this study.

Samþykkt: 
  • 1.6.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/21762


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð BS - Snemmíhlutun í geðrofssjúkdóma.pdf848,74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna