is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21764

Titill: 
 • Hvert á ég að leita? : þekkingarleit foreldra á fyrsta æviári frumburðar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða þekkingarleit foreldra á Íslandi, 18 ára og eldri, með sitt fyrsta barn og athuga hvort menntun, aldur, kyn, félagsleg staða og sálræn líðan séu áhrifavaldar í þekkingarleitinni.
  Þekkingarleit foreldra hefur breyst í gegnum tíðina og sýna niðurstöður erlendra rannsókna að foreldrar í dag leita sér helst þekkingar á veraldarvefnum, hjá fagaðilum, fjölskyldu og vinum. Gífurlegt magn upplýsinga stendur foreldrum til boða en misjafnt er hversu áreiðanlegar þær eru. Niðurstöður rannsókna sýna að foreldrar vilja að upplýsingar sem þeir fá séu byggðar á gagnreyndri þekkingu. Einnig sýna niðurstöður að veraldarvefurinn er ekki einungis orðinn einn af helstu upplýsingamiðlum foreldra heldur sækja þeir sér líka stuðning og þekkingu til annarra foreldra í sömu stöðu.
  Sú rannsóknaraðferð sem varð fyrir valinu er megindleg lýsandi þversniðsrannsókn þar sem gagna er aflað með spurningalista. Þær rannsóknarspurningar sem lagðar verða til grundvallar eru: Hvar leita foreldrar á Íslandi, 18 ára og eldri, sér þekkingar með frumburð á fyrsta æviári hans í tengslum við foreldrahlutverkið? Er munur á þekkingarleit eftir aldri barnsins? Upplifa foreldrar að upplýsingar sem þeir fá séu áreiðanlegar og fer sá áreiðanleiki eftir því hvaðan þær eru fengnar? Hefur aldur, menntun, kyn, félagsleg staða og sálræn líðan áhrif á þekkingarleit? Er þekkingarleit mismunandi eftir fræðsluþörfum? Mikilvægt er að foreldrar fái upplýsingar byggðar á gagnreyndri þekkingu og með því að kanna þetta viðfangsefni er hægt að fá innsýn inn í þekkingarleit nútímaforeldra og bregðast við fræðsluþörfum þeirra.

 • Útdráttur er á ensku

  This research proposal is a final thesis towards a B.Sc. degree in nursing at the University of Akureyri. The purpose of the research is to explore how first-time parents in Iceland, 18 years and older, search for knowledge and to see if education, age, gender, social status and psychological well-being are factors in their search.
  The search for knowledge by parents has changed over time and research has shown that parents today prefer to seek knowledge on the Internet, from health professionals, family and friends.
  Great amount of information is available to parents but their trustworthyness can vary. Findings show that parents want the information they receive to be evidence-based knowledge. Findings also show that the Internet is not only one of the primary sources of information for parents, they also seek support and knowledge from other parents in the same situation.
  A quantitative approach was chosen and a descriptive cross-sectional study where data will be collected with a questionnaire. The research questions are: Where do Icelandic parents, 18 years and older, with a firstborn, search for information regarding parenthood? Does the information search change with the child’s age? Do parents trust the information they find and does it depend on the source? Does age, education, gender, social status and psychological well-being affect the search for information? Do parents use different information sources depending on the topic? It is important for parents to receive evidence-based information. By exploring this subject it is possible to gain insight into the search for knowledge by modern parents and respond to their needs.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 12.5.2020.
Samþykkt: 
 • 1.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21764


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þekkingarleit foreldra - B.S. ritgerð.pdf509.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna