is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21767

Titill: 
 • Hjartans mál : hjarta- og æðasjúkdómar eru líka sjúkdómar kvenna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsóknaráætlun þessi er lokaverkefni til B.S. gráðu í hjúkrunarfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Tilgangur fyrirhugaðrar rannsóknar er að kanna þekkingu hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökum á einkennum kransæðastíflu og kynbundinn mun á þeim. Jafnframt er tilgangurinn að kanna hvað liggur að baki þeim ákvörðunum sem hjúkrunarfræðingar taka við forgangsröðun sjúklinga með grun um kransæðastíflu. Þátttakendur rannsóknarinnar verða 20 hjúkrunarfræðingar á fjórum bráðamóttökum á Íslandi með a.m.k. fimm ára starfsreynslu á því sviði.
  Hjarta- og æðasjúkdómar eru ein helsta dánarorsök karla og kvenna í heiminum í dag. Kransæðasjúkdómar eru helsta umfjöllunarefni þessa verkefnis og valda þeir flestum dauðsföllum af hjarta- og æðasjúkdómum. Í rannsókninni verður megin áhersla lögð á konur með kransæðastíflu en í gegnum tíðina hefur athyglinni verið beint frekar að körlum. Ástæður þess eru m.a. taldar vera að konur greinast seinna á lífsskeiðinu og birtingarmyndir einkenna þeirra eru oft óljósari. Þau einkenni sem konur tjá frekar en karlar eru t.d. svimi, dreifðir verkir í baki, hálsi, kjálka og maga, þróttleysi, hjartsláttaróregla og uppköst. Oft virðist vera flókið að greina óljós einkenni sem margar konur upplifa. Þær virðast líklegri en karlar til að vanmeta þessi einkenni, leita sér síður hjálpar og fá því ekki jafn skjóta og inngripsmikla meðferð og karlar.
  Aðferðafræðin sem stuðst verður við í rannsókninni er eigindleg og verður gagna aflað með rýnihópaviðtölum við hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökum. Höfundar vonast til þess að niðurstöður fyrirhugaðrar rannsóknar verði til þess að bæta ákvarðanir við forgangsröðun, auka þekkingu á kransæðasjúkdómum meðal kvenna og að niðurstöðurnar geti nýst til þess að endurskoða og þróa klínískar leiðbeiningar og verkferla um kransæðasjúkdóma.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis is a final project to the completion of a B.Sc. degree in nursing from the University of Akureyri. The aim of the proposed study is to explore the knowledge of nurses in emergency departments (ED) of gender based differences of symptoms in coronary heart disease and to explicate their decision-making process in triaging men and women for coronary heart disease. The participants will be 20 nurse's in four different ED's in Iceland with at least five year's experience in that field.
  Cardiovascular diseases are the leading cause of death for both men and women in the world today. The main focus of this thesis is on coronary heart disease and women but over the years studies have more focused on men than women. Women are more likely than men to experience atypical symptoms as dizziness, fatique, nausea, and -pain in the back, neck, jaw and stomach. Women are also more likely to underestimate the symptoms and delay seeking care and therefor have more complications and higher mortality rate.
  A qualitative, descriptive study will be conducted using focus group methodology. A question frame with six leading questions will be used to guide focus groups discussions. The findings of the proposed study is aimed to improve the quality of nurses cardiac triage decisions and increase knowledge of coronary heart disease. Further more it is propesed that the findings can be applied to and develope clinical guidelines and procedures regarding gender difference in coronary heart disease.

Samþykkt: 
 • 1.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21767


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hjartans mál 2015.pdf673.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna