is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/21768

Titill: 
 • Áhrif endurlífgunar á andlega líðan sjúklinga
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Verkefni þetta fjallar um andlega líðan sjúklinga eftir árangursríka endurlífgun. Tilgangurinn er að setja fram rannsóknaráætlun og bæta við þá þekkingu sem til staðar er um efnið. Settar eru fram þrjár rannsóknarspurningar og þær hafðar að leiðarljósi við alla vinnu verkefnisins. Þessar spurningar eru: 1) Hvaða áhrif hefur endurlífgun á andlega líðan sjúklings? 2) Hefur nærvera aðstandenda við endurlífgun áhrif á andlega líðan sjúklings? 3) Upplifa sjúklingar áfallastreitu eftir árangursríka endurlífgun?
  Hjartastopp hefur ólík áhrif á líðan einstaklinga og það sem á eftir kemur. Oft upplifa sjúklingar ótta og öryggisleysi, minnkaða afkastagetu og minnisleysi eftir hjartastopp, en flestum tekst þó að aðlagast breyttu ástandi sínu. Áfallastreita er eðlilegt viðbragð við jafn mikilli ógn og hjartastopp er en getur þróast út í áfallastreituröskun ef viðeigandi aðstoð er ekki veitt. Eftir árangursríka endurlífgun er mikilvægt að ræða við sjúklinginn um atburðinn og aðstoða hann við að koma úrvinnslu tilfinninga sinna í góðan farveg. Nærvera aðstandenda getur haft jákvæð áhrif á líðan sjúklingsins sem og aðstandendanna sjálfra. Skiptar skoðanir eru á því hvort leyfa eigi nærveru aðstandenda við endurlífgun en mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk, ekki síst hjúkrunarfræðingar, skoði hvert tilfelli fyrir sig. Hjúkrunarfræðingar gegna því veigamiklu hlutverki í endurlífgunarferlinu, þeir eru meðal annars oft fyrstir til að uppgötva og meðhöndla upphafseinkenni hjartastopps. Heildræn hjúkrun er lykilatriði eftir áföll á borð við hjartastopp því hjúkrun andlegra fylgikvilla er ekki síður mikilvæg en líkamlegra.
  Í rannsóknaráætlun þessari hefur verið sett fram tillaga að rannsókn byggðri á eigindlegri rannsóknaraðferð þar sem tekin verða tvö hálfstöðluð djúpviðtöl við einstaklinga sem lifað hafa af endurlífgun og uppfylla fyrirfram ákveðin skilyrði. Notuð verður fyrirbærafræðileg nálgun við úrvinnslu gagna.
  Vonast er til að niðurstöður fyrirhugaðrar rannsóknar gefi dýpri skilning á andlegri líðan sjúklinga eftir endurlífgun og viðbót við þá þekkingu sem nú þegar er til staðar.
  Lykilhugtök: Endurlífgun, andleg líðan, heildræn hjúkrun, áfallastreita, aðstandendur.

 • Útdráttur er á ensku

  This research proposal gathers information on the mental health of patients following a successful cardiopulmonary resuscitation and adds to the knowledge that already exists on the matter. Three research questions were presented and kept as guidelines throughout all working stages of this proposal. These questions were: 1) How does cardiopulmonary resuscitation affect patients mental health? 2) Does the presence of relatives during cardiopulmonary resuscitation affect patients mental health? 3) Do patients experience post-traumatic stress following cardiopulmonary resuscitation?
  Patients’ well-being following a successful resuscitation depends on many factors and it is very different between individuals how they deal with such difficulties. In succession to a cardiac arrest patients may experience fear, insecurity, reduced performance capacity and memory loss. Later on most patients adapt to the changes following a successful cardiopulmonary resuscitation. Post-traumatic stress is a normal reaction to great threats such as cardiac arrest. However, if kept untreated the condition can become chronic, which is called post-traumatic stress disorder.
  Following a successful cardiopulmonary resuscitation it is important to discuss the incident with the patient and assisting him as he comes to terms with his feelings on the matter. The presence of relatives during resuscitaton can sometimes have good effect on patients as well as the mental health of the relatives themselves. Opinions differ on whether relatives should be allowed to be present during resuscitation. However, it is important that health care professionals, nurses included, evaluate each case individually and assess it bearing that in mind. Nurses play an important role in the resuscitation process. For example, they are often the first ones to detect and treat the early signs of cardiac arrest. Holistic nursing is crucial following cardiac arrest because caring for mental health is as important as caring for patients’ physical health.
  A research proposal is presented which is based on a qualitative research method. Two semi-structured in depth interviews will be recorded and the participants will be cardiac arrest survivors who fulfil the predefined criteria. Phenomenology will be used to process the data.
  Hopefully the results will give a deeper understanding of patients’ mental health following resuscitation as well as adding to the knowledge that already exists on physical complications.
  Key words: Cardiopulmonary resuscitation, mental health, holistic nursing, post-traumatic stress, relatives.

Samþykkt: 
 • 1.6.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/21768


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ahrifendurlifgunaraandlegalidansjuklinga.pdf692.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna